FH getur tekið risaskref í átt að titlinum | Hleypa Fylkismenn lífi í fallbaráttuna? 11. september 2016 06:00 Ekki ólíklegt að við sjáum Atla Viðar fagna marki í Kaplakrika í dag. Vísir/Stefán FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00