Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2016 20:00 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna. Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna.
Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10