Ný og betri Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 14. september 2016 11:05 Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun