Menningin í landslaginu Helga Árnadóttir skrifar 15. september 2016 00:00 Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Það á við um landslag sem manneskjan hefur með einhverjum hætti, fyrr eða síðar, sett mark sitt á. Ósnortið náttúrulandslag er andstæðan við menningarlandslag, og á við um svæði þar sem náttúruleg vistkerfi eru ráðandi. Menningarlandslag á við þar sem vistkerfin hafa tekið breytingum og mannleg áhrif eru sýnileg.Ólík sjónarhorn á landslag Sjónarhornin á landslagið eru oft afar ólík. Bóndinn lítur á landsins gagn en ferðamaðurinn á upplifunina. Ferðamenn sjá víða ósnortið landslag þar sem bændur horfa á landið með augum þess sem nýtir og ræktar. Bændur geta margir þulið upp örnefni, sum eldforn, sem eru til vitnis um margskonar landnytjar og brúk gegnum tíðina. Þeir settu nöfn á landslagið og vottuðu þar með að það væri skipulagt og skilið. Klisjan um að gestsaugað sé glöggt á því ekki alltaf við, en hitt er mála sannast, að ferðafólki finnst margt merkilegt á Íslandi sem okkur finnst heldur hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Þeir kenna okkur meðal annars að sjá hlutina í nýju ljósi og leggja rækt við sérkenni, eins og til að mynda bárujárnshúsin frá fyrri hluta síðustu aldar svo eitthvað sé nefnt. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar, og nafngiftirnar bera vitni um það sem var. Landslagið í sjálfu sér getur verið tilkomumikið en það getur líka verið hlaðið táknrænni merkingu. Þingvellir eru ekki bara stórbrotið landsig á mörkum evrópska og ameríska flekans, heldur staður sem hefur um sig helgi í þjóðarvitund Íslendinga sem tákn um sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Í rómantík þjóðskáldanna hafa fjöllin orðið táknmyndir og hálendið hefur í hugum marga öðlast einhverskonar helgi.Menningarsporin rakin Í fræðum um menningarlandslag er meðal annars talað um nytjalandslag, framleiðslulandslag og bæjar- og borgalandslag, sem er næstum að öllu leyti manngert. Og upplifunar- og frístundalandslag er einnig til umræðu. Það getur verið greinandi og gagnlegt að ræða málin á þessum nótum og er áreiðanlega til eftirbreytni hér á landi. Í þeirri miklu og hröðu framþróun sem átt hefur sér stað innan ferðaþjónustunnar skiptir miklu að við séum læs á menningarlandslagið. Með því að lesa í það er unnt að vísa veginn til framtíðar. Það er hægt að taka mörg dæmi um hvar vel hefur tekist með slíkan lestur. Ég nefni Húsavík sem skínandi dæmi þar sem höfnin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er aftur orðin miðpunkturinn sem bæjarlífið hverfist um, jafnframt því sem trébátar eru gerðir upp til hvalaskoðunar og mæta nútímaferðamanninum á hverjum degi. Þar hefur menningarlæsið skapað mikinn virðisauka í ferðaþjónustu til hagsbóta og ánægju fyrir Húsvíkinga jafnt sem ferðafólk.Ræðum og rýnum Samtök ferðaþjónustunnar og samtök og fyrirtæki í landbúnaði vekja um þessar mundir athygli á samspili landbúnaðar og ferðaþjónustu, þar sem sveitamenningin og ferðaþjónustubóndinn skipta ferðamennskuna verulegu máli og öfugt. Á morgunverðarfundi á Grand Hótel næstkomandi föstudag fjalla fræðimenn um þýðingu menningarlandslags í Noregi, rannsóknir á sauðfjárrækt á Íslandi sem þátt í menningarlandslagi og um hlutverk ferðaþjónustubóndans. Með þessu viljum við sem að fundinum standa ýta undir rannsóknir og umræðu á þessu áhugaverða sviði hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Það á við um landslag sem manneskjan hefur með einhverjum hætti, fyrr eða síðar, sett mark sitt á. Ósnortið náttúrulandslag er andstæðan við menningarlandslag, og á við um svæði þar sem náttúruleg vistkerfi eru ráðandi. Menningarlandslag á við þar sem vistkerfin hafa tekið breytingum og mannleg áhrif eru sýnileg.Ólík sjónarhorn á landslag Sjónarhornin á landslagið eru oft afar ólík. Bóndinn lítur á landsins gagn en ferðamaðurinn á upplifunina. Ferðamenn sjá víða ósnortið landslag þar sem bændur horfa á landið með augum þess sem nýtir og ræktar. Bændur geta margir þulið upp örnefni, sum eldforn, sem eru til vitnis um margskonar landnytjar og brúk gegnum tíðina. Þeir settu nöfn á landslagið og vottuðu þar með að það væri skipulagt og skilið. Klisjan um að gestsaugað sé glöggt á því ekki alltaf við, en hitt er mála sannast, að ferðafólki finnst margt merkilegt á Íslandi sem okkur finnst heldur hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Þeir kenna okkur meðal annars að sjá hlutina í nýju ljósi og leggja rækt við sérkenni, eins og til að mynda bárujárnshúsin frá fyrri hluta síðustu aldar svo eitthvað sé nefnt. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar, og nafngiftirnar bera vitni um það sem var. Landslagið í sjálfu sér getur verið tilkomumikið en það getur líka verið hlaðið táknrænni merkingu. Þingvellir eru ekki bara stórbrotið landsig á mörkum evrópska og ameríska flekans, heldur staður sem hefur um sig helgi í þjóðarvitund Íslendinga sem tákn um sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Í rómantík þjóðskáldanna hafa fjöllin orðið táknmyndir og hálendið hefur í hugum marga öðlast einhverskonar helgi.Menningarsporin rakin Í fræðum um menningarlandslag er meðal annars talað um nytjalandslag, framleiðslulandslag og bæjar- og borgalandslag, sem er næstum að öllu leyti manngert. Og upplifunar- og frístundalandslag er einnig til umræðu. Það getur verið greinandi og gagnlegt að ræða málin á þessum nótum og er áreiðanlega til eftirbreytni hér á landi. Í þeirri miklu og hröðu framþróun sem átt hefur sér stað innan ferðaþjónustunnar skiptir miklu að við séum læs á menningarlandslagið. Með því að lesa í það er unnt að vísa veginn til framtíðar. Það er hægt að taka mörg dæmi um hvar vel hefur tekist með slíkan lestur. Ég nefni Húsavík sem skínandi dæmi þar sem höfnin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er aftur orðin miðpunkturinn sem bæjarlífið hverfist um, jafnframt því sem trébátar eru gerðir upp til hvalaskoðunar og mæta nútímaferðamanninum á hverjum degi. Þar hefur menningarlæsið skapað mikinn virðisauka í ferðaþjónustu til hagsbóta og ánægju fyrir Húsvíkinga jafnt sem ferðafólk.Ræðum og rýnum Samtök ferðaþjónustunnar og samtök og fyrirtæki í landbúnaði vekja um þessar mundir athygli á samspili landbúnaðar og ferðaþjónustu, þar sem sveitamenningin og ferðaþjónustubóndinn skipta ferðamennskuna verulegu máli og öfugt. Á morgunverðarfundi á Grand Hótel næstkomandi föstudag fjalla fræðimenn um þýðingu menningarlandslags í Noregi, rannsóknir á sauðfjárrækt á Íslandi sem þátt í menningarlandslagi og um hlutverk ferðaþjónustubóndans. Með þessu viljum við sem að fundinum standa ýta undir rannsóknir og umræðu á þessu áhugaverða sviði hérlendis.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun