Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Víkingur R. 1-1 | Bróðurleg skipting Víkinganna Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 15. september 2016 20:00 Víkingur Ólafsvík og Víkingur Reykjavík skildu jöfn, 1-1, í 19. umferð Pepsi-deild karla í dag. Heimamenn komust yfir með marki Kenan Turudija strax á 3. mínútu en Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin fyrir Reykjavíkurvíkinga á 29. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Ívars Arnar Jónssonar sem Cristian Martínez varði út í teiginn. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða. Þrátt fyrir að hafa misst niður 1-0 forystu í leiknum fengu Ólafsvíkingar afar dýrmætt stig í fallbaráttu deildarinnar. Liðið er nú þremur stigum á undan Fylki, sem er í fallsæti ásamt Þrótti.Af hverju varð jafntefli? Þetta var klassískur hefði-getað-fallið-báðum-megin leikur. Ólsarar byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á 3. mínútu. Þeir náðu ekki að fylgja því eftir, gestirnir unnu sig inn í leikinn og þeir jöfnuðu metin þegar Alex Freyr skoraði sitt fjórða mark í sumar. Fyrir utan mörkin tvö var fyrri hálfleikurinn frekar rólegur. Sú var hins vegar ekki raunin í þeim seinni þar sem bæði lið sóttu af krafti og sköpuðu góð færi til að vinna leikinn. Kenan skaut yfir úr dauðafæri hjá Ólsurum, Farid Zato átti hörkuskot rétt yfir og Róbert Örn Óskarsson varði frábærlega frá Hrjove Tokic. Víkingar frá Reykjavík fengu einnig sín færi; Davíð Örn Atlason skaut í slá af löngu færi, Óttar Magnús Karlsson var ágengur upp við mark heimamanna og Tomasz Luba bjargaði líklega marki þegar hann henti sér fyrir skot Ívars Arnar.Þessir stóðu upp úr Leikurinn var merkilega vel spilaður þrátt fyrir erfiðar aðstæður en völlurinn var blautur og þungur. Luba og Aleix Egea Acame áttu góðan leik í miðri vörn Ólsara og þá voru Martin Svensson og Pape Mamadou Faye öflugir í fyrri hálfleik. Kenan skoraði laglegt mark og hefði átt að gera annað. Hjá gestunum var Alex Freyr mjög góður í fyrri hálfleik, Dofri Snorrason átti flottan leik og Ívar Örn ógnaði með skotum og átti nokkrar góðar sendingar sem samherjar hans hefðu mátt nýta betur.Hvað gekk illa? Uppspil liðanna gekk eðlilega misvel. Sendingarnar stoppuðu margar hverjar í pollunum á vellinum og leikmönnum skrikaði æði oft fótur. En leikurinn var, eins og áður sagði, merkilega vel spilaður miðað við allt og allt.Hvað gerist næst? Ólsarar eru nú þremur stigum frá fallsæti, þökk sé stiginu sem þeir náðu í og sigri FH á Fylki í Árbænum. ÍBV getur komist upp fyrir Víking Ó. með sigri á Stjörnunni á morgun en miðað við spilamennsku Eyjamanna að undanförnu verður það að teljast ólíklegt. Næsti leikur Ólsara er gegn Þrótti á mánudaginn. Reykjavíkurvíkingar leika hins vegar gegn Fylki á sunnudaginn.Ejub: Markið verður minna Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., kvaðst þokkalega sáttur með stigið sem hans menn fengu gegn nöfnum sínum frá Reykjavík. „Mér fannst við eiga góðan leik fyrir utan 10-15 mínútur í lok fyrri hálfleiks. Það var góð barátta í okkar liði og leikurinn var í raun góður miðað við aðstæður. Á endanum var þetta sanngjarnt þótt við hefðum verið líklegri í restina,“ sagði Ejub eftir leik. Ólsarar byrjuðu leikinn vel og komust yfir strax á 3. mínútu. Ejub hefði viljað sjá sína menn ganga á lagið og skora annað mark. „Við hefðum líklega unnið leikinn hefðum við komið öðru marki á þá. En þegar þú ert í ströggli þá verður markið kannski minna og erfiðara að nýta færin,“ sagði Ejub sem er nokkuð ánægður með spilamennsku Ólsara að undanförnu þótt hún hafi ekki skilað mörgum stigum. „Slæmi kaflinn hjá okkur kom eftir Verslunarmannahelgi, leikirnir gegn Val, ÍBV og ÍA voru hrikalegir. Ég er mjög ánægður núna, við erum allavega að berjast fyrir hlutunum,“ sagði Ejub. „Ég vona að við getum klárað mótið af svona krafti og ef við gerum það er ég nokkuð viss um að við höldum okkur uppi.“Milos: Skemmtilegra en á þurrum velli „Ef þú telur færin held ég að við höfum fengið aðeins fleiri og betri færi. En þeir hefðu getað refsað okkur fyrir að klúðra þeim,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir leikinn í Ólafsvík í kvöld. „Þetta var jafn leikur þótt við höfum verið með yfirhöndina í spili. Þetta var flottur fótbolti, full ákefð og skemmtilegt að spila svona. Mér finnst það meira gaman en að spila á þurrum velli,“ sagði Milos en Ólafsvíkurvöllur var allt annað en þurr í kvöld. Ólsarar hófu leikinn af krafti og komust yfir eftir þrjár mínútur. En Víkingar unnu sig vel inn í leikinn og jöfnuðu metin eftir um hálftíma leik. „Kannski var þetta einbeitingarleysi, kannski hituðum við ekki nógu vel upp og kannski vorum við of lengi á leiðinni. Þetta var engin óskabyrjun en við tókum svo yfir og stjórnuðum leiknum,“ sagði Milos sem kvaðst mátulega sáttur með stigið. „Ég sætti mig alveg við eitt stig en við þurfum að gera aðeins betur í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víkingur Ólafsvík og Víkingur Reykjavík skildu jöfn, 1-1, í 19. umferð Pepsi-deild karla í dag. Heimamenn komust yfir með marki Kenan Turudija strax á 3. mínútu en Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin fyrir Reykjavíkurvíkinga á 29. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Ívars Arnar Jónssonar sem Cristian Martínez varði út í teiginn. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða. Þrátt fyrir að hafa misst niður 1-0 forystu í leiknum fengu Ólafsvíkingar afar dýrmætt stig í fallbaráttu deildarinnar. Liðið er nú þremur stigum á undan Fylki, sem er í fallsæti ásamt Þrótti.Af hverju varð jafntefli? Þetta var klassískur hefði-getað-fallið-báðum-megin leikur. Ólsarar byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á 3. mínútu. Þeir náðu ekki að fylgja því eftir, gestirnir unnu sig inn í leikinn og þeir jöfnuðu metin þegar Alex Freyr skoraði sitt fjórða mark í sumar. Fyrir utan mörkin tvö var fyrri hálfleikurinn frekar rólegur. Sú var hins vegar ekki raunin í þeim seinni þar sem bæði lið sóttu af krafti og sköpuðu góð færi til að vinna leikinn. Kenan skaut yfir úr dauðafæri hjá Ólsurum, Farid Zato átti hörkuskot rétt yfir og Róbert Örn Óskarsson varði frábærlega frá Hrjove Tokic. Víkingar frá Reykjavík fengu einnig sín færi; Davíð Örn Atlason skaut í slá af löngu færi, Óttar Magnús Karlsson var ágengur upp við mark heimamanna og Tomasz Luba bjargaði líklega marki þegar hann henti sér fyrir skot Ívars Arnar.Þessir stóðu upp úr Leikurinn var merkilega vel spilaður þrátt fyrir erfiðar aðstæður en völlurinn var blautur og þungur. Luba og Aleix Egea Acame áttu góðan leik í miðri vörn Ólsara og þá voru Martin Svensson og Pape Mamadou Faye öflugir í fyrri hálfleik. Kenan skoraði laglegt mark og hefði átt að gera annað. Hjá gestunum var Alex Freyr mjög góður í fyrri hálfleik, Dofri Snorrason átti flottan leik og Ívar Örn ógnaði með skotum og átti nokkrar góðar sendingar sem samherjar hans hefðu mátt nýta betur.Hvað gekk illa? Uppspil liðanna gekk eðlilega misvel. Sendingarnar stoppuðu margar hverjar í pollunum á vellinum og leikmönnum skrikaði æði oft fótur. En leikurinn var, eins og áður sagði, merkilega vel spilaður miðað við allt og allt.Hvað gerist næst? Ólsarar eru nú þremur stigum frá fallsæti, þökk sé stiginu sem þeir náðu í og sigri FH á Fylki í Árbænum. ÍBV getur komist upp fyrir Víking Ó. með sigri á Stjörnunni á morgun en miðað við spilamennsku Eyjamanna að undanförnu verður það að teljast ólíklegt. Næsti leikur Ólsara er gegn Þrótti á mánudaginn. Reykjavíkurvíkingar leika hins vegar gegn Fylki á sunnudaginn.Ejub: Markið verður minna Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., kvaðst þokkalega sáttur með stigið sem hans menn fengu gegn nöfnum sínum frá Reykjavík. „Mér fannst við eiga góðan leik fyrir utan 10-15 mínútur í lok fyrri hálfleiks. Það var góð barátta í okkar liði og leikurinn var í raun góður miðað við aðstæður. Á endanum var þetta sanngjarnt þótt við hefðum verið líklegri í restina,“ sagði Ejub eftir leik. Ólsarar byrjuðu leikinn vel og komust yfir strax á 3. mínútu. Ejub hefði viljað sjá sína menn ganga á lagið og skora annað mark. „Við hefðum líklega unnið leikinn hefðum við komið öðru marki á þá. En þegar þú ert í ströggli þá verður markið kannski minna og erfiðara að nýta færin,“ sagði Ejub sem er nokkuð ánægður með spilamennsku Ólsara að undanförnu þótt hún hafi ekki skilað mörgum stigum. „Slæmi kaflinn hjá okkur kom eftir Verslunarmannahelgi, leikirnir gegn Val, ÍBV og ÍA voru hrikalegir. Ég er mjög ánægður núna, við erum allavega að berjast fyrir hlutunum,“ sagði Ejub. „Ég vona að við getum klárað mótið af svona krafti og ef við gerum það er ég nokkuð viss um að við höldum okkur uppi.“Milos: Skemmtilegra en á þurrum velli „Ef þú telur færin held ég að við höfum fengið aðeins fleiri og betri færi. En þeir hefðu getað refsað okkur fyrir að klúðra þeim,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir leikinn í Ólafsvík í kvöld. „Þetta var jafn leikur þótt við höfum verið með yfirhöndina í spili. Þetta var flottur fótbolti, full ákefð og skemmtilegt að spila svona. Mér finnst það meira gaman en að spila á þurrum velli,“ sagði Milos en Ólafsvíkurvöllur var allt annað en þurr í kvöld. Ólsarar hófu leikinn af krafti og komust yfir eftir þrjár mínútur. En Víkingar unnu sig vel inn í leikinn og jöfnuðu metin eftir um hálftíma leik. „Kannski var þetta einbeitingarleysi, kannski hituðum við ekki nógu vel upp og kannski vorum við of lengi á leiðinni. Þetta var engin óskabyrjun en við tókum svo yfir og stjórnuðum leiknum,“ sagði Milos sem kvaðst mátulega sáttur með stigið. „Ég sætti mig alveg við eitt stig en við þurfum að gera aðeins betur í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira