Formanni Framsóknar ekki tekist að ávinna sér glatað traust Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2016 13:07 Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels