Leikmaður Ólsara eftir tapið gegn Fylki: „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 08:30 Pontus Nordenberg, sænskur bakvörður Víkings úr Ólafsvík, var eins og aðrir leikmenn Ólsara mjög óánægður með frammistöðu Péturs Guðmundssonar, dómara leiks Fylkis og Ólsara um síðustu helgi. Fylkir vann leikinn, 2-1, og galopnaði fallbaráttuna með sigrinum. Pétur fór ansi illa með nýliðana í þessum mikilvæga fallslag en í leiknum átti Pétur fjórar vafasamar ákvarðanir eins og fjallað var um í Pepsi-mörkunum og skrifað um á Vísi. Dómarinn gaf Fylki vítaspyrnu í seinni hálfleik sem Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, sagði vera „mjög soft“, en Ólsarar voru svo hlunnfarnir um tvær augljósar vítaspyrnur áður en Pétur gaf Fylki aðra umdeilda. Pepsi-mörkin: Vafasamur Pétur í Árbænum Arnar Halldórsson, myndatökumaður Stöð 2 Sport, var að taka upp efni á leiknum frá öðru sjónarhorni fyrir Pepsi Max-vélina og var að mynda fögnuð Fylkismanna eftir leik þegar hann kom auga á Nordenberg sem gekk að Arnari. „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn og benti í átt að Fylkismönnunum sem voru uppteknir við að fagna. Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, hefur verið duglegur að kvarta undan dómurum deildarinnar í sumar en hann var svo beygður eftir þessa frammistöðu Péturs að hann eiginlega gat ekki meir. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið. Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar og benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál,“ sagði Ejub við Vísi eftir leikinn. Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Pontus Nordenberg, sænskur bakvörður Víkings úr Ólafsvík, var eins og aðrir leikmenn Ólsara mjög óánægður með frammistöðu Péturs Guðmundssonar, dómara leiks Fylkis og Ólsara um síðustu helgi. Fylkir vann leikinn, 2-1, og galopnaði fallbaráttuna með sigrinum. Pétur fór ansi illa með nýliðana í þessum mikilvæga fallslag en í leiknum átti Pétur fjórar vafasamar ákvarðanir eins og fjallað var um í Pepsi-mörkunum og skrifað um á Vísi. Dómarinn gaf Fylki vítaspyrnu í seinni hálfleik sem Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, sagði vera „mjög soft“, en Ólsarar voru svo hlunnfarnir um tvær augljósar vítaspyrnur áður en Pétur gaf Fylki aðra umdeilda. Pepsi-mörkin: Vafasamur Pétur í Árbænum Arnar Halldórsson, myndatökumaður Stöð 2 Sport, var að taka upp efni á leiknum frá öðru sjónarhorni fyrir Pepsi Max-vélina og var að mynda fögnuð Fylkismanna eftir leik þegar hann kom auga á Nordenberg sem gekk að Arnari. „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn og benti í átt að Fylkismönnunum sem voru uppteknir við að fagna. Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, hefur verið duglegur að kvarta undan dómurum deildarinnar í sumar en hann var svo beygður eftir þessa frammistöðu Péturs að hann eiginlega gat ekki meir. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið. Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar og benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál,“ sagði Ejub við Vísi eftir leikinn. Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00