Rússabanni svarað með frystigeymslu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2016 20:30 Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15