Vilja auka öryggi flóttafólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 12:15 Frá fundi Sameinuðu þjóðanna i gær. Vísir/EPA 193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár. Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Sjá meira
193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Sjá meira