Vilja auka öryggi flóttafólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 12:15 Frá fundi Sameinuðu þjóðanna i gær. Vísir/EPA 193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár. Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira