„Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. Hann bara kom, hefur vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði,“ lýsir hún og leikur sér að því að nota sveppina á nýstárlegan hátt.

Sveppabrauð
Nota má ferska, frysta eða þurrkaða sveppi.
400 g ferskir sveppir sneiddir smátt. Settir fyrst á þurra pönnu og mesta vatninu sem kemur úr þeim hellt af, þeir eru síðan steiktir í góðri matarolíu.
40 g þurrkaðir sveppir Þá þarf að leggja í bleyti í 1 til 2 tíma fyrst og hella vatninu frá fyrir steikingu. Saltið og piprið örlítið. Látið kólna.
Deig
1 bréf þurrger (11,8 g)
3 dl volgt vatn
1 tsk. salt
1 tsk. hunang
2 msk. ólífuolía
4 dl hveiti fyrir brauðgerð
3 dl heilhveiti
Þurrgerið má leysa upp í volgu vatninu. Einnig má strá gerinu beint út í hveitiblönduna. Blandið saman í hrærivélarskál öllu hráefni, notið hnoðara og hrærið þar til allt er samlagað – mjög stutta stund. Látið rakan klút yfir hrærivélina og látið deigið hefast í 40 mínútur.
Blandið steiktu sveppunum saman við deigið og hnoðið lítillega. Útlitinu getið þið ráðið en ég hnoðaði í litlar bollur sem saman mynda svepp.
Seinni hefun á bökunarpönnu tekur 30 mínútur. Penslið yfir brauðið með olíu og bakið í 20 mínútur við 200° C hita eða þar til brauðið er fullbakað.

40 g þurrkaðir sveppir
Furuhnetur 1 pakki (70 g)
1 dl rifinn parmesan-ostur
1 og ½ dl ólífuolía
Salt, pipar og timjan eftir smekk.
Látið sveppina liggja í bleyti í 1 til 2 tíma, hellið vatninu af og steikið sveppina í olíu smá stund. Kryddið með timjan.
Setjið sveppi, furuhnetur og parmesanost í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni í á meðan vélin gengur, þar til maukið er hæfilega þykkt.
Saltið og piprið eftir smekk.

300 g ferskir sveppir eða handfylli af þurrkuðum sveppum fyrir hverjar 2 tortilla-kökur
1-2 hvítlauksrif
1 rauðlaukur
1 söxuð, fersk steinselja
olía til steikingar
1 pk. villisveppaostur (150 g)
1 pk. tortilla-heilhveitikökur, minni gerðin (það eru 8 kökur í pakka)
1 egg pískað í skál

Steikið sveppina í olíu ásamt hvítlauk, rauðlauk og steinselju. Kryddið að vild. Skerið ostinn í bita. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman í örstutta stund.
Tortilla-kökurnar eru penslaðar vel með pískuðu eggi á þær hliðar sem leggjast saman. Fyllingin sett á aðra kökuna og hin leggst ofan á. Sett á heitt mínútugrill í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegar bökunarrendur. Þessar kökur má líka baka í ofni, grilli eða á pönnu en þá þarf að snúa þeim við. Borðað heitt eða kalt við öll möguleg tækifæri.

8 ferskir sveppahattar, meðalstórir
50 g smjör
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
fersk steinselja
salt og pipar
ostur, t.d. gráðostur, dalayrja eða camembert
Skerið stafina frá, saxið smátt og steikið í smjöri ásamt hvítlauk og steinselju. Penslið hattana með bræddu smjöri bæði að utan og innan. Setjið þá í eldfast fat með kúptu hliðina niður og fyllinguna í þá.
Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og setjið ofan á fyllinguna. Bakið í 200°C hita í 5 til 6 mínútur eða þar til sveppirnir eru meyrir og osturinn bráðinn.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016.