Sögur af brotnum strákum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. september 2016 07:00 "Það er vandmeðfarið vald sem fylgir þessu,“ segir Hörður og bendir á einkennisbúning sinn. "Þú þarft að geta afklæðst því og verið manneskja.“ Visir/GVA „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er lífið ekkert flókið. Það er í eðli sínu tiltölulega einfalt, hins vegar er hægt að gera alla hluti flókna,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri. Hann situr á skrifstofu sinni á Vínlandsleið og hefur útsýni yfir Grafarvoginn sem skartar sínu fegursta þennan síðsumardag. Hörður hefur starfað í lögreglunni í fjörutíu ár. Hann hóf störf sem sumarstarfsmaður vorið 1976. Þá ungur maður í lögfræðinámi. „Það er eitthvað við þetta starf og menn finna það strax hvort þeir hafa það sem þarf til að geta verið í lögreglunni. Það sem þú þarft, það lærir þú ekki í skóla. Það á reyndar við um mörg önnur störf. Annað hvort ertu með það eða ekki,“ segir Hörður.Að afklæðast valdinu Þeir eiginleikar sem Hörður á við eru kannski ekki þeir sem fólk býst við að séu nauðsynlegir lögreglumanni. „Þú verður að hafa trú á mannsandanum og þú verður að bera virðingu fyrir fólki. Það er vandmeðfarið vald sem fylgir þessu,“ segir Hörður og bendir á einkennisbúning sinn. „Þú þarft að geta afklæðst því og verið manneskja.“ Á fjörutíu ára starfsferli sínum hefur hann reynt margt og séð margt. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að einhver annar skilji það sem er um að ræða eða geti tekið við því. Ég tek ekki vinnuna með mér heim. Ég hugsa um mig sjálfur. Set reynsluna í hólf. Ég á fullt af hólfum. Svo lærði ég að maður verður að bera ábyrgð á sjálfum sér, bæði andlegu og líkamlegu ástandi og hugsa um sjálfan sig svo maður komist af,“ segir Hörður.Hver er sagan? Hann þekkir brotamennina sem rötuðu aldrei rétta leið og sögu þeirra. „Það kemur mér ekkert á óvart lengur. Við sem erum búnir að vera lengi í þessu erum búnir að sjá allt og lenda í öllu. Enn þá velti ég því fyrir mér hver saga fólks er,“ segir hann og tekur nýlegt dæmi. „Þá er einhver maður á miðjum degi, fallegum eins og deginum í dag. Og hann er í ömurlegum aðstæðum, fullur og búinn að brjóta af sér. Hver er saga þessa manns hugsa ég þá? Af hverju er hann í þessum aðstæðum? Ætti ég að afgreiða hvern og einn eins og vél? Auðvitað getur maður gert það, og gerir það stundum. En það er saga og þá er spurningin, hvað áttu að gera við hana?“ Þegar Hörður var ungur lögreglumaður vann hann í deild sem tók á brotum ósakhæfra unglinga. Hann er sannfærður um að mörgum þeirra brotamanna sem hafa orðið á vegi hans hefði mátt bjarga hefðu þeir átt betri æsku. „Unglingamálin voru höfð í sérdeild, þá var verið að reyna að halda utan um þau. Börnum yngri en fimmtán ára var og er ekki refsað. En það þurfti samt að upplýsa um málin og skila skýrslu um þau. Þetta voru strákar, sem voru reknir úr skóla, skammaðir, snupraðir. Það voru allir vondir við þá. Þeir voru lamdir og horfðu upp á allan djöfulinn heima hjá sér. En við vorum ekkert vondir við þá, heldur heiðarlegir. Við töluðum við þá eins og menn og vorum oft komnir undir skinnið á þeim. Við vorum oft eina fullorðna fólkið sem talaði við þá eins og menn. Staðreyndin er þessi. Það hefðu ekki svona margir farið út á vafasamar brautir í lífi sínu ef þeir hefðu átt betri og farsælli æsku,“ segir Hörður.Refsingar eru ekki lausnin Hann segir samfélagið ekki geta leyst allan félagslegan vanda með refsingum. „Fólk þarf á öðru fólki að halda, virðingu og vinsemd. Flestir leggja sig fram um þetta. Að rjúfa ekki tengslin. En það verða alltaf einhverjir sem kunna ekki annað en að rjúfa þessi tengsl. Þessir strákar, þetta voru ekki krimmar. Þeir gerðu það sem þeir gerðu vegna félagslegrar stöðu sinnar, af eymd. Hvers ætlast samfélagið til? Að þessu ljúki bara með refsingu? Við þurfum að spyrja okkur, af hverju það verða til nýir fíklar og nýir þjófar. Af hverju börn búa við ömurlegar aðstæður. Er það ásættanlegt að úrræðin séu eingöngu fangelsi og refsing. Eigum við ekki að reyna betri aðferðir? Í hverjum einasta árgangi eru alltaf 3-5% sem munu lenda í vandræðum af einhverju tagi.“Hörður um áfengisneyslu á heimilum fólks: „Þar er fólk sem líður illa, fast í aðstæðum sem það ræður ekki við. Þar erum við að eyðileggja æskuna. Fréttablaðið/GVAJátningin stóra Hann segir að allt sé mögulegt með góðu samtali og rifjar upp nokkrar sögur úr starfinu með ungu fólki. „Einu sinni mæti ég í vinnuna um átta leytið. Þá eru tveir strákar að bíða eftir mér. Ég kannast við annan þeirra, ég hafði verið með hann nokkrum dögum áður. Hann átti fimmtán ára afmæli daginn eftir og þar með orðinn sakhæfur. Erindi hans var að hann vildi koma og játa öll innbrotin áður en hann yrði sakhæfur. Allt sem hann hafði gert og var með vin sinn með sér sem var með honum í einhverjum brotanna. Þarna sat hann og játaði röð brota. Þessi ungi maður kom aldrei aftur við sögu hjá lögreglunni,“ segir Hörður og brosir við tilhugsunina.Ná ekki að sættast við bernskuna Litlu sigrarnir eru gleðigjafi. Það er nefnilega hægt að snúa við blaðinu. Margir af þeim strákum sem hann hafði afskipti af þegar þeir voru ungir komust yfir erfiðleika sína. „Þeir eru í lagi í dag, margir. En svo kemur einn og einn á óvart. Einn af þeim sem maður hélt að myndi aldrei hætta. Ég hitti einn fyrir fáeinum árum sem var hættur. Ég var sá fyrsti sem handtók hann, þá var hann fimmtán ára. Hann var búinn að vera stanslaust í afbrotum og óreglu frá fimmtán ára aldri í þrjátíu ár. En þarna stóð hann og sagði mér að partíið sem stóð yfir í þrjátíu ár væri búið. Ég horfði á hann, hissa. Vildi reyndar óska að ég væri í jafn góðu formi og hann. Hann byrjaði að hreyfa sig og kom sér á réttu brautina. Fyrir hann var þetta ekki orðið of seint. En fyrir suma er það of seint. Þeir ná ekki að sættast við bernskuna,“ segir hann. „Lengi býr að fyrstu gerð. Það hefði mátt bjarga mjög miklu með því að huga að velferð barna. Fyllerí á heimilinu og allt sem því fylgir,“ segir Hörður og leiðir hugann að aðstæðum nokkurra ungmenna sem bjuggu við bág kjör. „Ég mætti á helgarvakt á laugardegi. Þetta var held ég um 1980. Þá er einn ungur maður inni sem hafði verið gripinn við innbrot. Ég þekkti hann og það kom í minn hlut að fara með hann heim. Hann bjó hjá pabba sínum og ég ætla að tala við hann. En það er enginn heima. Það er miði á borðinu og á honum stendur: Skrapp á Akureyri og kem á mánudag. Strákurinn opnar ísskápinn og hann er tómur. Ég gaf honum fimm hundruð kall. Hann varð vinur minn, þessi strákur,“ segir Hörður hryggur.Sársauki á bak við hvert mál „Svo var það eitt sinn að á afmörkuðu svæði var ítrekað verið að kveikja í. Það skildi enginn í þessu en þetta var bara um helgar. Það endar með því að lögreglan finnur einn tólf ára gamlan við þessa iðju. Af hverju? Hann var einn á heimilinu með foreldrum sínum, þau voru á fylleríi um helgar, hann forðaði sér út og þau tóku ekki eftir því að hann var farinn. Lausnin var að þau hættu þessum fylleríum,“ segir Hörður og segir oft gríðarlegan sársauka á bak við eitt stakt vandamál. „Þetta hefði getað orðið einhver listi af vandamálum. Vandamálið var eitt par. Þau bara sátu og sulluðu. Hann var bara með eldspýturnar og gerði eitthvað af vanlíðan.“ Hann nefnir að það séu ekki mörg ungmenni sem þurfi að gæta að. „Fæst lenda í vandræðum og við eigum að láta þau í friði. Tæplega fjörutíu þúsund eru á unglingsaldri. Þau sem eru í vandræðum eru kannski hundrað, þar af eru kannski svona fjörutíu eða fimmtíu í verulegum vandræðum. Á bak við hvert þessara ungmenna er fjölskylda, heimili. Og þar liggur vandinn.“ Stundum þarf lítið inngrip og hann nefnir annað dæmi um drengi sem voru í vandræðum en þó ekki verulegum. „Á svipuðum slóðum og við fundum strákinn sem var að skera og skemma voru tveir strákar í því að slást og ráðast á aðra. Það vissu allir hverjir þetta voru. Það var bara farið með þá á boxæfingu, þeir hafa ekki sést síðan. Þeir fóru að æfa íþróttir.“ Hann þreytist ekki á að nefna að áfengisneyslan hafi mikil og eyðileggjandi áhrif á barnæskuna. „Það er verið að kenna dópinu um allt og áfengið fær einhvern veginn að flæða um allt. Það líður ekki hálfur sólarhringur hér án þess að við sinnum einhverju sem er bein afleiðing af áfengisneyslu. Mjög oft fer hún fram á versta stað, inni á heimilum fólks. Þar er fólk sem líður illa, fast í aðstæðum sem það ræður ekki við. Þar erum við að eyðileggja æskuna,“ segir Hörður. „Sem betur fer eru börn og unglingar hér á landi í góðum málum. Við höfum því reynt að beina athygli okkar og félagsmálayfirvalda að þeim örfáu sem eru í vandræðum. Við leitumst þannig við að hafa áhrif á hegðun einstaklingsins sem þarf á leiðbeiningu að halda í stað þess að messa yfir öllum árganginum. Lögreglan er í ágætri aðstöðu til að beita sér og á að gera það.“ Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er lífið ekkert flókið. Það er í eðli sínu tiltölulega einfalt, hins vegar er hægt að gera alla hluti flókna,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri. Hann situr á skrifstofu sinni á Vínlandsleið og hefur útsýni yfir Grafarvoginn sem skartar sínu fegursta þennan síðsumardag. Hörður hefur starfað í lögreglunni í fjörutíu ár. Hann hóf störf sem sumarstarfsmaður vorið 1976. Þá ungur maður í lögfræðinámi. „Það er eitthvað við þetta starf og menn finna það strax hvort þeir hafa það sem þarf til að geta verið í lögreglunni. Það sem þú þarft, það lærir þú ekki í skóla. Það á reyndar við um mörg önnur störf. Annað hvort ertu með það eða ekki,“ segir Hörður.Að afklæðast valdinu Þeir eiginleikar sem Hörður á við eru kannski ekki þeir sem fólk býst við að séu nauðsynlegir lögreglumanni. „Þú verður að hafa trú á mannsandanum og þú verður að bera virðingu fyrir fólki. Það er vandmeðfarið vald sem fylgir þessu,“ segir Hörður og bendir á einkennisbúning sinn. „Þú þarft að geta afklæðst því og verið manneskja.“ Á fjörutíu ára starfsferli sínum hefur hann reynt margt og séð margt. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að einhver annar skilji það sem er um að ræða eða geti tekið við því. Ég tek ekki vinnuna með mér heim. Ég hugsa um mig sjálfur. Set reynsluna í hólf. Ég á fullt af hólfum. Svo lærði ég að maður verður að bera ábyrgð á sjálfum sér, bæði andlegu og líkamlegu ástandi og hugsa um sjálfan sig svo maður komist af,“ segir Hörður.Hver er sagan? Hann þekkir brotamennina sem rötuðu aldrei rétta leið og sögu þeirra. „Það kemur mér ekkert á óvart lengur. Við sem erum búnir að vera lengi í þessu erum búnir að sjá allt og lenda í öllu. Enn þá velti ég því fyrir mér hver saga fólks er,“ segir hann og tekur nýlegt dæmi. „Þá er einhver maður á miðjum degi, fallegum eins og deginum í dag. Og hann er í ömurlegum aðstæðum, fullur og búinn að brjóta af sér. Hver er saga þessa manns hugsa ég þá? Af hverju er hann í þessum aðstæðum? Ætti ég að afgreiða hvern og einn eins og vél? Auðvitað getur maður gert það, og gerir það stundum. En það er saga og þá er spurningin, hvað áttu að gera við hana?“ Þegar Hörður var ungur lögreglumaður vann hann í deild sem tók á brotum ósakhæfra unglinga. Hann er sannfærður um að mörgum þeirra brotamanna sem hafa orðið á vegi hans hefði mátt bjarga hefðu þeir átt betri æsku. „Unglingamálin voru höfð í sérdeild, þá var verið að reyna að halda utan um þau. Börnum yngri en fimmtán ára var og er ekki refsað. En það þurfti samt að upplýsa um málin og skila skýrslu um þau. Þetta voru strákar, sem voru reknir úr skóla, skammaðir, snupraðir. Það voru allir vondir við þá. Þeir voru lamdir og horfðu upp á allan djöfulinn heima hjá sér. En við vorum ekkert vondir við þá, heldur heiðarlegir. Við töluðum við þá eins og menn og vorum oft komnir undir skinnið á þeim. Við vorum oft eina fullorðna fólkið sem talaði við þá eins og menn. Staðreyndin er þessi. Það hefðu ekki svona margir farið út á vafasamar brautir í lífi sínu ef þeir hefðu átt betri og farsælli æsku,“ segir Hörður.Refsingar eru ekki lausnin Hann segir samfélagið ekki geta leyst allan félagslegan vanda með refsingum. „Fólk þarf á öðru fólki að halda, virðingu og vinsemd. Flestir leggja sig fram um þetta. Að rjúfa ekki tengslin. En það verða alltaf einhverjir sem kunna ekki annað en að rjúfa þessi tengsl. Þessir strákar, þetta voru ekki krimmar. Þeir gerðu það sem þeir gerðu vegna félagslegrar stöðu sinnar, af eymd. Hvers ætlast samfélagið til? Að þessu ljúki bara með refsingu? Við þurfum að spyrja okkur, af hverju það verða til nýir fíklar og nýir þjófar. Af hverju börn búa við ömurlegar aðstæður. Er það ásættanlegt að úrræðin séu eingöngu fangelsi og refsing. Eigum við ekki að reyna betri aðferðir? Í hverjum einasta árgangi eru alltaf 3-5% sem munu lenda í vandræðum af einhverju tagi.“Hörður um áfengisneyslu á heimilum fólks: „Þar er fólk sem líður illa, fast í aðstæðum sem það ræður ekki við. Þar erum við að eyðileggja æskuna. Fréttablaðið/GVAJátningin stóra Hann segir að allt sé mögulegt með góðu samtali og rifjar upp nokkrar sögur úr starfinu með ungu fólki. „Einu sinni mæti ég í vinnuna um átta leytið. Þá eru tveir strákar að bíða eftir mér. Ég kannast við annan þeirra, ég hafði verið með hann nokkrum dögum áður. Hann átti fimmtán ára afmæli daginn eftir og þar með orðinn sakhæfur. Erindi hans var að hann vildi koma og játa öll innbrotin áður en hann yrði sakhæfur. Allt sem hann hafði gert og var með vin sinn með sér sem var með honum í einhverjum brotanna. Þarna sat hann og játaði röð brota. Þessi ungi maður kom aldrei aftur við sögu hjá lögreglunni,“ segir Hörður og brosir við tilhugsunina.Ná ekki að sættast við bernskuna Litlu sigrarnir eru gleðigjafi. Það er nefnilega hægt að snúa við blaðinu. Margir af þeim strákum sem hann hafði afskipti af þegar þeir voru ungir komust yfir erfiðleika sína. „Þeir eru í lagi í dag, margir. En svo kemur einn og einn á óvart. Einn af þeim sem maður hélt að myndi aldrei hætta. Ég hitti einn fyrir fáeinum árum sem var hættur. Ég var sá fyrsti sem handtók hann, þá var hann fimmtán ára. Hann var búinn að vera stanslaust í afbrotum og óreglu frá fimmtán ára aldri í þrjátíu ár. En þarna stóð hann og sagði mér að partíið sem stóð yfir í þrjátíu ár væri búið. Ég horfði á hann, hissa. Vildi reyndar óska að ég væri í jafn góðu formi og hann. Hann byrjaði að hreyfa sig og kom sér á réttu brautina. Fyrir hann var þetta ekki orðið of seint. En fyrir suma er það of seint. Þeir ná ekki að sættast við bernskuna,“ segir hann. „Lengi býr að fyrstu gerð. Það hefði mátt bjarga mjög miklu með því að huga að velferð barna. Fyllerí á heimilinu og allt sem því fylgir,“ segir Hörður og leiðir hugann að aðstæðum nokkurra ungmenna sem bjuggu við bág kjör. „Ég mætti á helgarvakt á laugardegi. Þetta var held ég um 1980. Þá er einn ungur maður inni sem hafði verið gripinn við innbrot. Ég þekkti hann og það kom í minn hlut að fara með hann heim. Hann bjó hjá pabba sínum og ég ætla að tala við hann. En það er enginn heima. Það er miði á borðinu og á honum stendur: Skrapp á Akureyri og kem á mánudag. Strákurinn opnar ísskápinn og hann er tómur. Ég gaf honum fimm hundruð kall. Hann varð vinur minn, þessi strákur,“ segir Hörður hryggur.Sársauki á bak við hvert mál „Svo var það eitt sinn að á afmörkuðu svæði var ítrekað verið að kveikja í. Það skildi enginn í þessu en þetta var bara um helgar. Það endar með því að lögreglan finnur einn tólf ára gamlan við þessa iðju. Af hverju? Hann var einn á heimilinu með foreldrum sínum, þau voru á fylleríi um helgar, hann forðaði sér út og þau tóku ekki eftir því að hann var farinn. Lausnin var að þau hættu þessum fylleríum,“ segir Hörður og segir oft gríðarlegan sársauka á bak við eitt stakt vandamál. „Þetta hefði getað orðið einhver listi af vandamálum. Vandamálið var eitt par. Þau bara sátu og sulluðu. Hann var bara með eldspýturnar og gerði eitthvað af vanlíðan.“ Hann nefnir að það séu ekki mörg ungmenni sem þurfi að gæta að. „Fæst lenda í vandræðum og við eigum að láta þau í friði. Tæplega fjörutíu þúsund eru á unglingsaldri. Þau sem eru í vandræðum eru kannski hundrað, þar af eru kannski svona fjörutíu eða fimmtíu í verulegum vandræðum. Á bak við hvert þessara ungmenna er fjölskylda, heimili. Og þar liggur vandinn.“ Stundum þarf lítið inngrip og hann nefnir annað dæmi um drengi sem voru í vandræðum en þó ekki verulegum. „Á svipuðum slóðum og við fundum strákinn sem var að skera og skemma voru tveir strákar í því að slást og ráðast á aðra. Það vissu allir hverjir þetta voru. Það var bara farið með þá á boxæfingu, þeir hafa ekki sést síðan. Þeir fóru að æfa íþróttir.“ Hann þreytist ekki á að nefna að áfengisneyslan hafi mikil og eyðileggjandi áhrif á barnæskuna. „Það er verið að kenna dópinu um allt og áfengið fær einhvern veginn að flæða um allt. Það líður ekki hálfur sólarhringur hér án þess að við sinnum einhverju sem er bein afleiðing af áfengisneyslu. Mjög oft fer hún fram á versta stað, inni á heimilum fólks. Þar er fólk sem líður illa, fast í aðstæðum sem það ræður ekki við. Þar erum við að eyðileggja æskuna,“ segir Hörður. „Sem betur fer eru börn og unglingar hér á landi í góðum málum. Við höfum því reynt að beina athygli okkar og félagsmálayfirvalda að þeim örfáu sem eru í vandræðum. Við leitumst þannig við að hafa áhrif á hegðun einstaklingsins sem þarf á leiðbeiningu að halda í stað þess að messa yfir öllum árganginum. Lögreglan er í ágætri aðstöðu til að beita sér og á að gera það.“
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira