Einkunnir íslenska liðsins | Kári maður leiksins 5. september 2016 20:40 Kári Árnason í leiknum í Kænugarði í kvöld. Vísir/Getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00