Hvert mannsbarn á Íslandi veit líklega að Justin Bieber mun halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi í þessari viku. Færri vita kannski að hann hefur haft fingurna í eigin lagasmíð síðan hann var 15 ára, ólst upp hjá einstæðri móður og var að eigin sögn búinn að glata tilgangi sínum áður en hann gaf út nýjustu plötu sína, aðeins 21 árs. Þrátt fyrir að Justin Bieber sé ein skærasta poppstjarna heims um þessar mundi var æska hans frekar alþýðleg. Móðir hans, Pattie Mallette, var aðeins nítján ára þegar hann fæddist og foreldrar hans giftust aldrei. Pattie ól Bieber upp sem einstæð móðir með mikilli hjálp frá foreldrum sínum. Móðir hans er af fransk-kanadískum uppruna og gekk Bieber í frönskumælandi grunnskóla. Fljótt fór að bera á tónlistarhæfileikum hjá Bieber og lærði hann á píanó, trompet, gítar og trommur sem barn. Trommuhæfileikar hans hafa sett mikinn svip á feril hans, hann hefur spilað á trommur í ýmsum spjallþáttum sem hann hefur komið fram í og auk þess spilar hann oft á trommur á tónleikum sínum. Hér má sjá Bieber keppa við Questlove úr hljómsveitinni The Roots í trommuspuna í september 2015.Uppgötvaður á YouTube Árið 2007, þegar hann var tólf ára, tók Bieber þátt í hæfileikakeppni í heimabæ sínum Stratford. Hann söng lagið So Sick sem söngvarinn Ne-Yo gerði frægt og lenti í öðru sæti. Móðir hans setti myndband af flutningnum á YouTube svo að fjölskylda og vinir gætu séð drenginn syngja. Hún hélt áfram að setja inn myndbönd af honum að koma fram, ýmist á götum Stratford eða heima fyrir. Frægt er orðið þegar Scooter Braun uppgötvaði Bieber. Braun hafði áður verið markaðsstjóri hjá So So Def Recordings. Hann rakst á myndbönd Pattie á YouTube og hafði samband við Pattie í von um að fá að vera umboðsmaður piltsins. Áður en Braun setti sig í samband höfðu nokkrir aðrir boðið honum samninga, en Pattie var alltaf treg til að samþykkja þá. Sömu sögu var að segja fyrst þegar Braun setti sig í samband en Pattie hafði þá efasemdir vegna þess að Braun er gyðingartrúar. Pattie er sjálf strangtrúuð kristin kona. Að lokum voru það öldungar í kirkjunni þeirra sem sannfærðu Pattie um að gefa Braun séns. Braun bauð Bieber og Pattie að hitta sig í Atlanta til að taka upp prufur. Þar hitti Bieber söngvarann Usher, sem reyndist honum mikilvægur leiðbeinandi í gegnum skyndilega frægð. Stuttu seinna fékk Justin plötusamning , hann flutti ásamt móður sinni til Atlanta til að búa til tónlist og Braun gerðist umboðsmaður hans. Braun er enn umboðsmaður Bieber í dag.Myndbönd líkt og þetta hér leiddu til þess að Scooter Braun uppgötvaði Justin Bieber.Vinsæll um allan heim Segja má að Bieber hafi orðið stjarna yfir nótt. Fyrsta smáskífa hans, One Time, kom út í maí árið 2009 þegar hann, þá 15 ára, var ennþá að taka upp sína fyrstu plötu. Lagið varð vinsælt um allan heim. EP platan My World kom út í nóvember 2009 og í kjölfarið kom smáskífan One Less Lonely Girl. Bieber kom fram á jólatónleikum í Hvíta Húsinu, söng í hinum víðfræga sjónvarpsþætti Dick Clark‘s New Year‘s Rocking Eve á gamlárskvöld og var kynnir á Grammy verðlaununum árið 2010. Hjólin fóru þó að snúast fyrir alvöru í janúar árið 2010 þegar smáskífan Baby, af fyrstu hljómplötu hans My World 2.0, kom út. Lagið og myndbandið slógu öll met. Myndbandið var með mest áhorf af öllum myndböndum á YouTube í tvö ár eða þar til Gangnam Style sló því út í nóvember 2012. Myndbandið var það annað í sögunni til að fá yfir milljarð áhorfa. Það á einnig metið yfir mislíkaðasta myndband í sögu Youtube. Lagið er með yfir 6,7 milljónir mislíkana. Bieber vakti athygli og vinsældir um allan heim, leitað var að íslenskum tvíförum hans og fyrstu fréttir af ástarmálum kappans fóru að berast.Justin Bieber og Scooter Braun á American Music Awards árið 2012.Vísir/GettyÆðið nær hámarki Í júlí árið 2010 var Bieber mest gúgglaði einstaklingurinn og um þrjú prósent allrar umferðar um samskiptamiðilinn Twitter mátti þakka Bieber fyrir. Bieber var alls staðar, meira að segja í CSI þar sem hann fór með gestahlutverk, hann sankaði að sér verðlaunum og tilnefningum og fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag um heiminn. Á því tónleikaferðalagi var kvikmyndin Never Say Never tekin upp. Hún var gefin út í febrúar 2011 og þénaði yfir 99 milljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega 11,5 milljarða íslenskra króna. Myndin vakti mikla kátínu aðdáenda Bieber á Íslandi sem komu margir hverjir grátandi út úr kvikmyndahúsum. Í kringum útgáfu kvikmyndarinnar komst Justin í krappan dans þegar hann viðraði skoðanir sínar um fóstureyðingar. Í ítarlegu viðtali við Rolling Stone sagðist hann vera sannkristinn hægrimaður og að fóstureyðing væri „eins og að drepa lítið barn.“ Ummæli Justin vöktu mikil viðbrögð enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málefnið í Bandaríkjunum. Segja má að komu Bieber til landsins hafi verið beðið lengi en í september 2011 fylkti hópur ungmenna liði og gekk frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13-15 ára. Tilgangurinn var að biðla til Justin um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur. Betra er seint en aldrei og það er vonandi að sem flestir sem gengu Laugaveginn í september 2011 eigi miða á tónleikana í vikunni. Frétt Stöðvar 2 um Bieber-gönguna má sjá hér fyrir neðan.Þroskaðri tónlist en versnandi orðspor Í nóvember árið 2011 bárust einnig fregnir af því að Bieber ætti von á barni með Mariuh Yeater. Hann var þá 17 ára og Mariah 20 ára. Mariah hélt því fram í viðtali við tímaritið Star að hún héldi að Bieber væri faðir þriggja mánaða gamals sonar hennar. Fullyrðing Mariuh vakti eðlilega mikla athygli þar sem hann var bæði ungur og ein frægasta manneskja heims um þær mundir. Aðdáendur Bieber ærðust og Mariuh bárust morðhótanir. Að lokum reyndist frásögn Mariuh ekki rétt, en talið er að Justin hafi gengist undir faðernispróf til að þagga endanlega niður orðróminn.Í lok ársins 2011 kom svo jólaplatan Under the Mistletoe út, sem seldist í 210 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Síðla árs 2011 hóf Bieber upptökur á næstu plötu sinni, Believe. Fyrsta smáskífan af þeirri plötu hét Boyfriend og kom út í mars 2012. Gagnrýnendur voru á einu máli um að poppprinsinn væri að stíga skref úr poppinu og yfir í R&B skotna danstónlist. Bieber var þá orðin átján ára og tónlistin þroskaðri. Orðspor Bieber fór þó versnandi eftir útgáfu Believe. Hann kom fram í Saturday Night Live og fékk slæma dóma bæði frá gagnrýnendum og leikendum þáttarins. Þá var hann sakaður um líkamsárás á ljósmyndara, hann hætti með kærustu sinni Selenu Gomez og í byrjun árs 2013 sást til söngvarans reykja maríjúana. Þá kærði fyrrum lífvörður Bieber hann fyrir líkamsárás.Aðdáendur Bieber um allan heim eru þekktir fyrir að vera mjög ástríðufullir.Vísir/GettyBieber-fever líkt og trúarbrögð Þrátt fyrir erfiða tíma hefur dyggur aðdáendahópur Bieber ávallt staðið við bakið á honum. Aðdáendur hans eru kallaðir Beliebers og eru duglegir að koma átrúnaðargoði sínu til varnar á samfélagsmiðlum, standa við bakið á honum í gegnum súrt og sætt og sjá til þess að stjarna hans skíni sem skærast. Raunar kom fram í BA ritgerð Sigurlínar Sumarliðadóttur, nemanda við guðfræðideild Háskóla Íslands, að aðdáun á Bieber, svokallað Bieber Fever, ætti margt sameignlegt með trúarbrögðum. Árið 2013 reyndist orðspori Bieber sérstaklega erfitt og sífellt bárust af honum slæmar fréttir. Honum var hent út af næturklúbbi í London á 19 ára afmælisdaginn sinn og mætti svo tveimur tímum of seint á eigin tónleika. Það stöðvaði þó ekki aðdáendur en Auður Eva, stálheppinn íslenskur Belieber, datt þá í lukkupottinn og hitti átrúnaðargoðið sitt fyrir tónleika hans í London. Björn Bragi Arnarsson tók stórskemmtilegt viðtal við Auði Evu í Týndu Kynslóðinni árið 2013.Anna Frank og akstur undir áhrifum Þá reyndi hann að smygla capuchin apa sínum til Þýskalands án árangurs , var myndaður með vændiskonu og lét þau ódauðlegu ummæli falla að ef Anna Frank væri á lífi væri hún eflaust Belieber.Vandræðin héldu áfram árið 2014. Í janúar var Bieber handtekinn fyrir of hraðan akstur og að aka undir áhrifum fíknefna. Í mars þess árs birtist myndband af yfirheyrslu eftir að lífvörður hans réðist að ljósmyndara. Í myndbandinu virtist hann í annarlegu ástandi, var með skæting við lögmenn og sagðist meðal annars ekki kannast við læriföður sinn Usher. Hér má sjá myndband TMZ af vitnisburði Bieber þar sem hann lét öllum illum látum.Í slag við Orlando Bloom Í júlí 2014 var lögreglan kölluð sex sinnum að húsi Bieber á einni helgi, tvisvar sinnum vegna óspekta aðdáenda og fjórum sinnum vegna hávaða á heimili prinsins. Þá fékk hann munnlega viðvörun en hann var þegar á skilorði fyrir að kasta eggjum í hús fyrrverandi nágranna síns. Síðar í sama mánuði lenti Bieber í útistöðum við leikarann Orlando Bloom á skemmtistað á Ibiza og myndband af slagsmálum þeirra lak á netið. Þá var uppi orðrómur um að Bieber væri að slá sér upp með fyrrverandi eiginkonu Bloom, Miröndu Kerr. Í byrjun september 2014 var hann svo aftur handtekinn fyrir ofsaakstur, þá á fjórhjóli. Lágpunktur Bieber árið 2014 var líkast til í nóvember þegar argentískur dómari hótaði að láta Interpol gefa út handtökuskipun á hendur honum til að tryggja að hann mætti í skýrslutöku í Buenos Aires. Það var vegna ársgamals máls en hann var sakaður um að hafa ráðist á ljósmyndara í nóvember ári fyrr í næturklúbbi í Buenos Aires.Bieber á grillun Comedy CentralVísir/GettyÓvænt til Íslands Árið 2015 fór landið að rísa hjá poppprinsinum. Hann varð 21 árs og reyndi að svara fyrir syndir sínar með því að koma fram í grillun á Comedy Central. Þar sagði grínistinn Jeffrey Ross að Bieber væri orðin hrokafullur og sagði hann vera Joffrey poppsins. Joffrey er eins og margir vita ungur konungur úr Game of Thrones, sem þekktur er fyrir grimmd sína og hroka. Í febrúar gaf Bieber út lagið Where Are Ü Now með plötusnúðatvíeykinu Jack Ü. Fólk var á einu máli um að Bieber væri búinn að finna sinn stað í rafdanstónlist. Fyrri part árs fór svo lítið fyrir Bieber þangað til nektarmyndir af honum láku á netið. Í lok ágúst gaf kappinn svo út lagið What Do You Mean sem rauk í toppsæti Billboard vinsældarlistans. Með útgáfu lagsins hlaut Bieber sæti í heimsmetabók Guinness sem yngsti karlkyns tónlistarmaðurinn til að eiga smáskífu sem fer strax í toppsætið. Hann heimsótti Ísland svo eins og frægt er orðið í september á síðasta ári. Hann skálaði í rauðvíni í Vestmannaeyjum og var myndaður í íslenskri hönnun. Hann ferðaðist um Suðurlandið með föruneyti sínu og tók upp tónlistarmyndband við lagið I’ll Show You. Kappinn var gríðarlega ánægður með ferðina og sagðist elska landið. Svo mikið ann hann Íslandi í raun að tónleikarnir í Kórnum voru skipulagðir að hans eigin ósk.Íslandstónleikar að eigin ósk Í október kom önnur smáskífa af væntanlegri plötu Bieber út, lagið Sorry. Myndband fylgdi laginu og hefur það nú slegið fyrra met Bieber sem mest skoðaða tónlistarmyndband hans, og er með 1,7 milljarða skoðana. Í nóvember kom svo platan Purpose út. Hún sló rækilega í gegn, Bieber halaði inn verðlaunum á evrópsku MTV verðlaunahátíðinni og heimurinn virtist hafa fyrirgefið prinsinum syndir sínar. Titil plötunnar sagði Bieber að mætti rekja til þess að hann hafi fundið tilgang sinn aftur. Platan fékk gríðarlega góðar viðtökur aðdáenda, rauk upp vinsældarlista og tónlistarmyndbönd voru gefin út fyrir öll lög plötunnar. Prinsinn hafði fundið sinn sess og náð undir sig fótunum að nýju. Í desember var síðan tilkynnt að Bieber myndi hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Miðar á tónleikana seldust upp á hálftíma, en heppnin var með íslenskum beliebers og féllst stjarnan á að halda aukatónleika. Ljóst er að aðdáendur mega búast við miklu fjöri í Kórnum á fimmtudag og föstudag. Ef þeir eru heppnir tekur kappinn trommusóló og mætir á svið á réttum tíma.Hér má sjá myndbandið við lagið I'll Show You, sem var tekið upp á Íslandi. Fréttaskýringar Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Hvert mannsbarn á Íslandi veit líklega að Justin Bieber mun halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi í þessari viku. Færri vita kannski að hann hefur haft fingurna í eigin lagasmíð síðan hann var 15 ára, ólst upp hjá einstæðri móður og var að eigin sögn búinn að glata tilgangi sínum áður en hann gaf út nýjustu plötu sína, aðeins 21 árs. Þrátt fyrir að Justin Bieber sé ein skærasta poppstjarna heims um þessar mundi var æska hans frekar alþýðleg. Móðir hans, Pattie Mallette, var aðeins nítján ára þegar hann fæddist og foreldrar hans giftust aldrei. Pattie ól Bieber upp sem einstæð móðir með mikilli hjálp frá foreldrum sínum. Móðir hans er af fransk-kanadískum uppruna og gekk Bieber í frönskumælandi grunnskóla. Fljótt fór að bera á tónlistarhæfileikum hjá Bieber og lærði hann á píanó, trompet, gítar og trommur sem barn. Trommuhæfileikar hans hafa sett mikinn svip á feril hans, hann hefur spilað á trommur í ýmsum spjallþáttum sem hann hefur komið fram í og auk þess spilar hann oft á trommur á tónleikum sínum. Hér má sjá Bieber keppa við Questlove úr hljómsveitinni The Roots í trommuspuna í september 2015.Uppgötvaður á YouTube Árið 2007, þegar hann var tólf ára, tók Bieber þátt í hæfileikakeppni í heimabæ sínum Stratford. Hann söng lagið So Sick sem söngvarinn Ne-Yo gerði frægt og lenti í öðru sæti. Móðir hans setti myndband af flutningnum á YouTube svo að fjölskylda og vinir gætu séð drenginn syngja. Hún hélt áfram að setja inn myndbönd af honum að koma fram, ýmist á götum Stratford eða heima fyrir. Frægt er orðið þegar Scooter Braun uppgötvaði Bieber. Braun hafði áður verið markaðsstjóri hjá So So Def Recordings. Hann rakst á myndbönd Pattie á YouTube og hafði samband við Pattie í von um að fá að vera umboðsmaður piltsins. Áður en Braun setti sig í samband höfðu nokkrir aðrir boðið honum samninga, en Pattie var alltaf treg til að samþykkja þá. Sömu sögu var að segja fyrst þegar Braun setti sig í samband en Pattie hafði þá efasemdir vegna þess að Braun er gyðingartrúar. Pattie er sjálf strangtrúuð kristin kona. Að lokum voru það öldungar í kirkjunni þeirra sem sannfærðu Pattie um að gefa Braun séns. Braun bauð Bieber og Pattie að hitta sig í Atlanta til að taka upp prufur. Þar hitti Bieber söngvarann Usher, sem reyndist honum mikilvægur leiðbeinandi í gegnum skyndilega frægð. Stuttu seinna fékk Justin plötusamning , hann flutti ásamt móður sinni til Atlanta til að búa til tónlist og Braun gerðist umboðsmaður hans. Braun er enn umboðsmaður Bieber í dag.Myndbönd líkt og þetta hér leiddu til þess að Scooter Braun uppgötvaði Justin Bieber.Vinsæll um allan heim Segja má að Bieber hafi orðið stjarna yfir nótt. Fyrsta smáskífa hans, One Time, kom út í maí árið 2009 þegar hann, þá 15 ára, var ennþá að taka upp sína fyrstu plötu. Lagið varð vinsælt um allan heim. EP platan My World kom út í nóvember 2009 og í kjölfarið kom smáskífan One Less Lonely Girl. Bieber kom fram á jólatónleikum í Hvíta Húsinu, söng í hinum víðfræga sjónvarpsþætti Dick Clark‘s New Year‘s Rocking Eve á gamlárskvöld og var kynnir á Grammy verðlaununum árið 2010. Hjólin fóru þó að snúast fyrir alvöru í janúar árið 2010 þegar smáskífan Baby, af fyrstu hljómplötu hans My World 2.0, kom út. Lagið og myndbandið slógu öll met. Myndbandið var með mest áhorf af öllum myndböndum á YouTube í tvö ár eða þar til Gangnam Style sló því út í nóvember 2012. Myndbandið var það annað í sögunni til að fá yfir milljarð áhorfa. Það á einnig metið yfir mislíkaðasta myndband í sögu Youtube. Lagið er með yfir 6,7 milljónir mislíkana. Bieber vakti athygli og vinsældir um allan heim, leitað var að íslenskum tvíförum hans og fyrstu fréttir af ástarmálum kappans fóru að berast.Justin Bieber og Scooter Braun á American Music Awards árið 2012.Vísir/GettyÆðið nær hámarki Í júlí árið 2010 var Bieber mest gúgglaði einstaklingurinn og um þrjú prósent allrar umferðar um samskiptamiðilinn Twitter mátti þakka Bieber fyrir. Bieber var alls staðar, meira að segja í CSI þar sem hann fór með gestahlutverk, hann sankaði að sér verðlaunum og tilnefningum og fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag um heiminn. Á því tónleikaferðalagi var kvikmyndin Never Say Never tekin upp. Hún var gefin út í febrúar 2011 og þénaði yfir 99 milljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega 11,5 milljarða íslenskra króna. Myndin vakti mikla kátínu aðdáenda Bieber á Íslandi sem komu margir hverjir grátandi út úr kvikmyndahúsum. Í kringum útgáfu kvikmyndarinnar komst Justin í krappan dans þegar hann viðraði skoðanir sínar um fóstureyðingar. Í ítarlegu viðtali við Rolling Stone sagðist hann vera sannkristinn hægrimaður og að fóstureyðing væri „eins og að drepa lítið barn.“ Ummæli Justin vöktu mikil viðbrögð enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málefnið í Bandaríkjunum. Segja má að komu Bieber til landsins hafi verið beðið lengi en í september 2011 fylkti hópur ungmenna liði og gekk frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13-15 ára. Tilgangurinn var að biðla til Justin um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur. Betra er seint en aldrei og það er vonandi að sem flestir sem gengu Laugaveginn í september 2011 eigi miða á tónleikana í vikunni. Frétt Stöðvar 2 um Bieber-gönguna má sjá hér fyrir neðan.Þroskaðri tónlist en versnandi orðspor Í nóvember árið 2011 bárust einnig fregnir af því að Bieber ætti von á barni með Mariuh Yeater. Hann var þá 17 ára og Mariah 20 ára. Mariah hélt því fram í viðtali við tímaritið Star að hún héldi að Bieber væri faðir þriggja mánaða gamals sonar hennar. Fullyrðing Mariuh vakti eðlilega mikla athygli þar sem hann var bæði ungur og ein frægasta manneskja heims um þær mundir. Aðdáendur Bieber ærðust og Mariuh bárust morðhótanir. Að lokum reyndist frásögn Mariuh ekki rétt, en talið er að Justin hafi gengist undir faðernispróf til að þagga endanlega niður orðróminn.Í lok ársins 2011 kom svo jólaplatan Under the Mistletoe út, sem seldist í 210 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Síðla árs 2011 hóf Bieber upptökur á næstu plötu sinni, Believe. Fyrsta smáskífan af þeirri plötu hét Boyfriend og kom út í mars 2012. Gagnrýnendur voru á einu máli um að poppprinsinn væri að stíga skref úr poppinu og yfir í R&B skotna danstónlist. Bieber var þá orðin átján ára og tónlistin þroskaðri. Orðspor Bieber fór þó versnandi eftir útgáfu Believe. Hann kom fram í Saturday Night Live og fékk slæma dóma bæði frá gagnrýnendum og leikendum þáttarins. Þá var hann sakaður um líkamsárás á ljósmyndara, hann hætti með kærustu sinni Selenu Gomez og í byrjun árs 2013 sást til söngvarans reykja maríjúana. Þá kærði fyrrum lífvörður Bieber hann fyrir líkamsárás.Aðdáendur Bieber um allan heim eru þekktir fyrir að vera mjög ástríðufullir.Vísir/GettyBieber-fever líkt og trúarbrögð Þrátt fyrir erfiða tíma hefur dyggur aðdáendahópur Bieber ávallt staðið við bakið á honum. Aðdáendur hans eru kallaðir Beliebers og eru duglegir að koma átrúnaðargoði sínu til varnar á samfélagsmiðlum, standa við bakið á honum í gegnum súrt og sætt og sjá til þess að stjarna hans skíni sem skærast. Raunar kom fram í BA ritgerð Sigurlínar Sumarliðadóttur, nemanda við guðfræðideild Háskóla Íslands, að aðdáun á Bieber, svokallað Bieber Fever, ætti margt sameignlegt með trúarbrögðum. Árið 2013 reyndist orðspori Bieber sérstaklega erfitt og sífellt bárust af honum slæmar fréttir. Honum var hent út af næturklúbbi í London á 19 ára afmælisdaginn sinn og mætti svo tveimur tímum of seint á eigin tónleika. Það stöðvaði þó ekki aðdáendur en Auður Eva, stálheppinn íslenskur Belieber, datt þá í lukkupottinn og hitti átrúnaðargoðið sitt fyrir tónleika hans í London. Björn Bragi Arnarsson tók stórskemmtilegt viðtal við Auði Evu í Týndu Kynslóðinni árið 2013.Anna Frank og akstur undir áhrifum Þá reyndi hann að smygla capuchin apa sínum til Þýskalands án árangurs , var myndaður með vændiskonu og lét þau ódauðlegu ummæli falla að ef Anna Frank væri á lífi væri hún eflaust Belieber.Vandræðin héldu áfram árið 2014. Í janúar var Bieber handtekinn fyrir of hraðan akstur og að aka undir áhrifum fíknefna. Í mars þess árs birtist myndband af yfirheyrslu eftir að lífvörður hans réðist að ljósmyndara. Í myndbandinu virtist hann í annarlegu ástandi, var með skæting við lögmenn og sagðist meðal annars ekki kannast við læriföður sinn Usher. Hér má sjá myndband TMZ af vitnisburði Bieber þar sem hann lét öllum illum látum.Í slag við Orlando Bloom Í júlí 2014 var lögreglan kölluð sex sinnum að húsi Bieber á einni helgi, tvisvar sinnum vegna óspekta aðdáenda og fjórum sinnum vegna hávaða á heimili prinsins. Þá fékk hann munnlega viðvörun en hann var þegar á skilorði fyrir að kasta eggjum í hús fyrrverandi nágranna síns. Síðar í sama mánuði lenti Bieber í útistöðum við leikarann Orlando Bloom á skemmtistað á Ibiza og myndband af slagsmálum þeirra lak á netið. Þá var uppi orðrómur um að Bieber væri að slá sér upp með fyrrverandi eiginkonu Bloom, Miröndu Kerr. Í byrjun september 2014 var hann svo aftur handtekinn fyrir ofsaakstur, þá á fjórhjóli. Lágpunktur Bieber árið 2014 var líkast til í nóvember þegar argentískur dómari hótaði að láta Interpol gefa út handtökuskipun á hendur honum til að tryggja að hann mætti í skýrslutöku í Buenos Aires. Það var vegna ársgamals máls en hann var sakaður um að hafa ráðist á ljósmyndara í nóvember ári fyrr í næturklúbbi í Buenos Aires.Bieber á grillun Comedy CentralVísir/GettyÓvænt til Íslands Árið 2015 fór landið að rísa hjá poppprinsinum. Hann varð 21 árs og reyndi að svara fyrir syndir sínar með því að koma fram í grillun á Comedy Central. Þar sagði grínistinn Jeffrey Ross að Bieber væri orðin hrokafullur og sagði hann vera Joffrey poppsins. Joffrey er eins og margir vita ungur konungur úr Game of Thrones, sem þekktur er fyrir grimmd sína og hroka. Í febrúar gaf Bieber út lagið Where Are Ü Now með plötusnúðatvíeykinu Jack Ü. Fólk var á einu máli um að Bieber væri búinn að finna sinn stað í rafdanstónlist. Fyrri part árs fór svo lítið fyrir Bieber þangað til nektarmyndir af honum láku á netið. Í lok ágúst gaf kappinn svo út lagið What Do You Mean sem rauk í toppsæti Billboard vinsældarlistans. Með útgáfu lagsins hlaut Bieber sæti í heimsmetabók Guinness sem yngsti karlkyns tónlistarmaðurinn til að eiga smáskífu sem fer strax í toppsætið. Hann heimsótti Ísland svo eins og frægt er orðið í september á síðasta ári. Hann skálaði í rauðvíni í Vestmannaeyjum og var myndaður í íslenskri hönnun. Hann ferðaðist um Suðurlandið með föruneyti sínu og tók upp tónlistarmyndband við lagið I’ll Show You. Kappinn var gríðarlega ánægður með ferðina og sagðist elska landið. Svo mikið ann hann Íslandi í raun að tónleikarnir í Kórnum voru skipulagðir að hans eigin ósk.Íslandstónleikar að eigin ósk Í október kom önnur smáskífa af væntanlegri plötu Bieber út, lagið Sorry. Myndband fylgdi laginu og hefur það nú slegið fyrra met Bieber sem mest skoðaða tónlistarmyndband hans, og er með 1,7 milljarða skoðana. Í nóvember kom svo platan Purpose út. Hún sló rækilega í gegn, Bieber halaði inn verðlaunum á evrópsku MTV verðlaunahátíðinni og heimurinn virtist hafa fyrirgefið prinsinum syndir sínar. Titil plötunnar sagði Bieber að mætti rekja til þess að hann hafi fundið tilgang sinn aftur. Platan fékk gríðarlega góðar viðtökur aðdáenda, rauk upp vinsældarlista og tónlistarmyndbönd voru gefin út fyrir öll lög plötunnar. Prinsinn hafði fundið sinn sess og náð undir sig fótunum að nýju. Í desember var síðan tilkynnt að Bieber myndi hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Miðar á tónleikana seldust upp á hálftíma, en heppnin var með íslenskum beliebers og féllst stjarnan á að halda aukatónleika. Ljóst er að aðdáendur mega búast við miklu fjöri í Kórnum á fimmtudag og föstudag. Ef þeir eru heppnir tekur kappinn trommusóló og mætir á svið á réttum tíma.Hér má sjá myndbandið við lagið I'll Show You, sem var tekið upp á Íslandi.