Innlent

Anna Frank væri ábyggilega "Belieber" væri hún uppi nú

Bieber naut sín í Amsterdam, en ekki voru allir sáttir við framgöngu hans þar.
Bieber naut sín í Amsterdam, en ekki voru allir sáttir við framgöngu hans þar.
Poppstjarnan Justin Bieber var staddur í Amsterdam á laugardag og fór þá ásamt vinum og lífvörðum til að skoða hús Önnu Frank, en þar faldi Anna sig ásamt nokkrum gyðingum á stríðsárunum eða í tvö ár, allt þar til nasistar fundu þau og sendu í útrýmingarbúðir. Anna Frank skrifaði dagbækur sem eru taldar betur lýsa skelfilegum aðstæðum gyðinga á tímum nasista en flest annað sem ritað hefur verið um helförina. Justin Bieber skrifaði í gestabók safnsins eitthvað á þá leið að Anna væri frábær stelpa og taldi víst að væri hún uppi á vorum tímum væri Anna Frank Belieber, eða aðdáandi Biebers. Þeir sem að safninu standa tóku mynd af þessu og birtu á Facebooksíðu safnsins.

Fréttaritari BBC í Hague setti sig í samband við skrifstofu Önnu Frank-safnsins sem sögðu að; „Bieber væri aðeins 19 ára gamall drengur sem hefur lifað sérkennilegu lífi. Ummælin væru klaufaleg en hann hafi örugglega meinað vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×