Erfið vika fyrir Bieber: Kærður, missti meðvitund og skók Noreg 4. júní 2012 12:00 Justin Bieber á sviðinu í Osló. Nordicphotos/Getty Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.Aðdáendur slösuðust í Noregi Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum. Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.Norsku yngismeyjarnar beyttu ýmsum brögðum til að bera Bieber-inn augum á Óperuhúsinu. Þessar fengu bátinn hans pabba lánaðan.Nordicphotos/GettyMissti meðvitund Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."Bieber var hundfúll eftir slaginn við ljósmyndarann.Kærður fyrir líkamsárás Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez. Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.Aðdáendur slösuðust í Noregi Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum. Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.Norsku yngismeyjarnar beyttu ýmsum brögðum til að bera Bieber-inn augum á Óperuhúsinu. Þessar fengu bátinn hans pabba lánaðan.Nordicphotos/GettyMissti meðvitund Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."Bieber var hundfúll eftir slaginn við ljósmyndarann.Kærður fyrir líkamsárás Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez. Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira