Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Sæunn Gíslason skrifar 7. september 2016 07:00 Tveir af hverjum þremur erlendum ferðamönnum sem komu til Íslands sumarið 2014 skoðuðu náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi. vísir/vilhelm Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32