Handbolti

Kári Kristján mætir til leiks í miðri geislameðferð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson mætir "geislavirkur“ til leiks.
Kári Kristján Kristjánsson mætir "geislavirkur“ til leiks. vísir/stefán
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og íslenska landsliðsins í handbolta, er á fjórðu viku af sex í geislameðferð vegna góðkynja æxlis í baki. Hann mætir í miðri geislameðferð til leiks í Olís-deildina sem hefst annað kvöld. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Eyjamenn eiga ekki leik fyrr en á laugardaginn þegar þeir mæta Íslandsmeisturum Hauka í slag liðanna sem spáð er efstu tveimur sætum deildarinnar. Kári spilar með æxlið sem hélt honum frá keppni um tíma fyrir tveimur árum.

Æxlið var búið að stækka smám saman undanfarin tvö ár og var farið að hafa áhrif á nærliggjandi líffæri með tilheyrandi óþægindum.

Kári fór í lyfjameðferð eftir síðasta tímabil en hætti henni í júní þar sem hún hafði engin áhrif, að hans sögn. Hann segir það öruggt að geislameðferðin mun hafa árangur en hverju hún á endanum skilar á eftir að koma í ljós.

„Ég verð með geislana í mér, geislavikur, í einhverja tvo mánuði eftir meðferðina. Ég verð eins og einn af The Avenger,“ segir Kári léttur í samtali við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×