„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 11:02 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Fréttablaðið/Anton Brink „Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
„Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12