„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 11:02 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Fréttablaðið/Anton Brink „Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
„Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12