Stefán: Vonandi hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2016 06:30 Stefán er klár í slaginn. vísir/anton Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira