Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2016 20:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30