Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 22:34 Recep Tayyip Erdogan. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir mögulegt að Tyrkland og Bandaríkin muni vinna saman að því að reka vígamenn Íslamska ríkið frá höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Erdogan og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddu þennan möguleika á fundi þeirra á G20 ríkjanna í Kína í morgun. Erdogan sagði Tyrki vera tilbúna til slíkra aðgerða. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa eftir Erdogan að hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna ættu að hittast og undirbúa sameiginlegar aðgerðir þeirra varðandi Raqqa. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í síðasta mánuði þar sem þeir sendu skriðdreka og sérsveitarmenn með uppreisnarmönnum inn í landið. Sú aðgerð hafði tvö markmið. Það var að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra með landamærum Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi og að herja á vígamenn ISIS við landamærin. Upphaflega kvörtuðu þó meðal annars Bandaríkin yfir því að Tyrkir virtust eingöngu berjast gegn Kúrdum, sem þeir líta á sem anga af Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK. Verkamannaflokkurinn er talinn vera hryðjuverkasamtök og Tyrkir segja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra, SDF, sem studdir eru af Bandaríkjunum, einnig vera hryðjuverkasamtök. SDF og Tyrkir sömdu hins vegar fljótt um vopnahlé, með aðkomu Bandaríkjanna. Tyrkir hafa nú rekið ISIS frá landamærum sínum en Nurettin Canikli, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hefur sagt að þeir myndu ef til vill sækja lengra inn í Sýrland. Hann sagði að 110 vígamenn ISIS og meðlimir SDF hefðu verið felldir í aðgerðum Tyrklands í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir mögulegt að Tyrkland og Bandaríkin muni vinna saman að því að reka vígamenn Íslamska ríkið frá höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Erdogan og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddu þennan möguleika á fundi þeirra á G20 ríkjanna í Kína í morgun. Erdogan sagði Tyrki vera tilbúna til slíkra aðgerða. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa eftir Erdogan að hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna ættu að hittast og undirbúa sameiginlegar aðgerðir þeirra varðandi Raqqa. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í síðasta mánuði þar sem þeir sendu skriðdreka og sérsveitarmenn með uppreisnarmönnum inn í landið. Sú aðgerð hafði tvö markmið. Það var að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra með landamærum Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi og að herja á vígamenn ISIS við landamærin. Upphaflega kvörtuðu þó meðal annars Bandaríkin yfir því að Tyrkir virtust eingöngu berjast gegn Kúrdum, sem þeir líta á sem anga af Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK. Verkamannaflokkurinn er talinn vera hryðjuverkasamtök og Tyrkir segja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra, SDF, sem studdir eru af Bandaríkjunum, einnig vera hryðjuverkasamtök. SDF og Tyrkir sömdu hins vegar fljótt um vopnahlé, með aðkomu Bandaríkjanna. Tyrkir hafa nú rekið ISIS frá landamærum sínum en Nurettin Canikli, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hefur sagt að þeir myndu ef til vill sækja lengra inn í Sýrland. Hann sagði að 110 vígamenn ISIS og meðlimir SDF hefðu verið felldir í aðgerðum Tyrklands í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Vígamenn ISIS sagðir hafa óhlýðnast Bagdadi Leiðtogi hryðjuverkasamtakana sagði mönnum sínum í Manbij að verjast til hins síðasta. Þeir flúðu. 31. ágúst 2016 11:08
ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34
Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41