Trump lofaði Pútín í hástert Atli ísleifsson skrifar 8. september 2016 08:27 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira