Handbolti

Stefán: Strákarnir sáu í kvöld að þeir eiga fullt erindi í þessa deild

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stefán var skiljanlega sáttur með sína stráka eftir leikinn í kvöld.
Stefán var skiljanlega sáttur með sína stráka eftir leikinn í kvöld. vísir/ernir
„Manni þorði ekki að dreyma um úrslit jafn góð og þessi ef ég á að vera hreinskilinn. Um leið og við komumst yfir var ekkert aftur snúið,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, glaðbeittur eftir sjö marka sigur á Aftureldingu í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Selfyssinga í efstu deild í fimm ár en liðið spilaði einfaldlega frábærlega og verðskuldaði sigurinn.

„Ég var viss um það að við myndum vinna leikinn í kvöld eftir vikuna sem við höfum átt og ég fann það rétt fyrir leik að menn voru klárir. Ég hefði hinsvegar ekki trúað því að sigurinn yrði jafn stór.“

Sjá einnig:Umfjöllun: Afturelding - Selfoss 25-32 | Nýliðarnir byrja af krafti

Fyrir utan stuttan kafla í seinni hálfleik var forskot gestanna aldrei í hættu í Mosfellsbænum í kvöld.

„Við fórum að stytta sóknirnar okkar full mikið og þeir fengu auðveld mörk upp úr því. Um leið og við náðum að stilla í sex á sex þá vorum við með þá. Það er jákvætt fyrir strákanna allt erfiðið í sumar skila sér og að sjá að þeir eiga fullt erindi í þessa deild.“

Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í marki Selfyssinga í kvöld en Stefán var afar sáttur með frumraun hans í treyju Selfyssinga.

„Hann tók smá tíma að hrökkva í gang en þá fór hann að verja meira og minna allt sem kom á markið. Hann er góður markmaður en hann á eftir að bæta sig mikið með því að spila hjá okkur í vetur,“ sagði Stefán sagði ekki aðeins Grétar vera ákveðna í að stimpla sig inn í Olís-deildina.

„Hann er æstur í að sanna sig og kom til okkar til þess að fá tækifæri. Það er eins með hann og aðra í liðinu að það eru allir æstir í að sanna hvað í þeim býr.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×