Lífið

Tóta leikstýrir Red Hot Chilli Peppers í „brjálæðislegu“ myndbandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anthony Kiedies sprækur sem áður.
Anthony Kiedies sprækur sem áður. Vísir/Skjáskot
Kvikmyndagerðarkonan Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee, líkt og hún kallar sig í Los Angeles, leikstýrði myndbandinu við nýjasta lag bandarísku rokksveitarinnar Red Hot Chilli Peppers. Tónlistarvefurinn Pitchfork segir myndbandið vera „brjálæðislegt.“

Myndbandið er við nýjustu smáskífu hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Red Hot Chilli Peppers, Go Robot, sem finna má á nýjustu breiðskífu sveitarinnar sem nefnist The Getaway.

Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, eru senur úr myndinni Saturday Night Fever endurskapaðar og má meðal annars sjá söngvara sveitarinnar, Anthony Kiedies, eingöngu klæddan hvítri málningu með hatt á höfði.

Tóta býr í Los Angeles þar sem hún hefur starfað undanfarin ár. Á síðasta ári gaf hún stuttmyndina Zelos sem sýnd hefur verið víða um heim og unnið til verðlauna. Undanfarið hefur hún unnið að gerð heimildarmyndar um ökuþórinn Randy Lanier fyrir deilisíðuna BitTorrent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×