Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2016 18:44 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira