Angelina Jolie biður milljónum fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi griða Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2016 19:20 Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie. Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira