Handbolti

Haukar unnu Meistarakeppnina | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar eru meistarar meistaranna.
Haukar eru meistarar meistaranna. vísir/ernir
Íslandsmeistarar Hauka báru sigurorð af bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni HSÍ í Schenker-höllinni í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Leiknum lyktaði með eins marks sigri Hauka, 24-23, og þeir eru því handhafar fjögurra af fimm titlum í karlaflokki. Haukar eru Íslands, deildar- og deildarbikarmeistarar og meistarar meistaranna.

Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka með sex mörk en þeir Guðmundur Árni Ólafsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu báðir fjögur mörk.

Vignir Stefánsson og Anton Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Val.

Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Alexander Örn Júlíusson og Ýmir Örn Gíslason fuku út af í liði Vals sem og Haukamaðurinn Janus Daði Smárason.

Haukar sækja ÍBV heim í 1. umferð Olís-deildarinnar 10. september næstkomandi. Degi síðar fara Valsmenn í Kaplakrika og mæta FH-ingum.

Mörk Hauka:  

Adam Haukur Baumruk 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Hákon Daði Styrmisson 2, Janus Daði Smárason 2, Daníel Þór Ingason 2, Brynjólfur Snær Byrnjólfsson 1.

Mörk Vals:

Anton Rúnarsson 6, Vignir Stefánsson 6, Sveinn Aron Sveinsson 4, Alexander Örn Júlíusson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.

vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×