Erlent

Trump fundar með forseta Mexíkó

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Forsetaframbjóðandinn og auðkýfingurinn Donald Trump hefur þegið boð um að sitja fund með Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, í dag. Trump mun í kvöld halda sérstakan fund í Arizona þar sem hann mun greina ítarlega frá því hvernig hann vill að staðið sé að innflytjendamálum í Bandaríkjunum.

Trump hefur verið harður í afstöðu sinni til innflytjenda og þá einna helst Mexíkóa. Hefur hann meðal annars sagst vilja láta reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkóa borga fyrir byggingu hans, ásamt því sem hann hefur sagt þá upp til hópa glæpamenn, nauðgara og eiturlyfjasala.

Trump greindi frá fundinum á Twitter-síðu sinni í nótt þar sem hann sagðist spenntur fyrir fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×