Upphrópanir um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira