Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira