Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri á Pólverjum í nótt. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok enda mikið afrek að koma danska liðinu í fyrsta sinn í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Hann hefur nú komið bæði Íslandi og Danmörk í leik um Ólympíugullið. „Þetta var stórkostleg skref en þetta var frábær leikur og erfiður. Þetta var þannig að það gat allt gerst í þessu," sagði Guðmundur. „Við leiðum leikinn til að byrja með en svo komast þeir inn í leikinn og leiða hann," sagði Guðmundur. „Piotr Wyszomirski lokaði rammanum á tímabili þar sem við brennum alltof mikið af," sagði Guðmundur. „Við vorum nánast búnir að landa þessu í venjulegum leiktíma en þá skora þeir þetta mark sem er svona eitt skipti af þúsund," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni var kannski lykillinn að þessu. Að vera í undirtölu og skora tvö mörk á móti engu. Það var lykillinn að þessu," sagði Guðmundur. „Það var stórkostlegt að sjá viljann í liðinu því þetta er enginn smá leikur í gangi og mikið í húfi," sagði Guðmundur. Sjá einnig:Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu „Við erum búnir að brenna okkur þannig lagað eða lenda í erfiðum stöðum bæði í Katar og í Póllandi. Það hefur bara þjappað mönnum saman að láta ekki svona gerast aftur," sagði Guðmundur. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Maður er bara svo ofboðslega stoltur, glaður og hrærður. Það eru þannig tilfinnigar. Að ná þessu aftur með landslið er meiriháttar. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Guðmundur sem fór með Ísland í úrslit á ÓL í Peking 2008. Þetta er þriðja stórmót hans með danska landsliðið en í fyrsta sinn sem hann kemur liðinu í leiki um verðlaun. „Það hefur oft verið á brattann að sækja fyrir mig þarna en ég hef haldið einbeitingu minni og einbeitt mér að verkefninu alla tíð. Að vinna faglega og vel fyrir þetta lið. Þannig hef ég gert þetta," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok enda mikið afrek að koma danska liðinu í fyrsta sinn í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Hann hefur nú komið bæði Íslandi og Danmörk í leik um Ólympíugullið. „Þetta var stórkostleg skref en þetta var frábær leikur og erfiður. Þetta var þannig að það gat allt gerst í þessu," sagði Guðmundur. „Við leiðum leikinn til að byrja með en svo komast þeir inn í leikinn og leiða hann," sagði Guðmundur. „Piotr Wyszomirski lokaði rammanum á tímabili þar sem við brennum alltof mikið af," sagði Guðmundur. „Við vorum nánast búnir að landa þessu í venjulegum leiktíma en þá skora þeir þetta mark sem er svona eitt skipti af þúsund," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni var kannski lykillinn að þessu. Að vera í undirtölu og skora tvö mörk á móti engu. Það var lykillinn að þessu," sagði Guðmundur. „Það var stórkostlegt að sjá viljann í liðinu því þetta er enginn smá leikur í gangi og mikið í húfi," sagði Guðmundur. Sjá einnig:Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu „Við erum búnir að brenna okkur þannig lagað eða lenda í erfiðum stöðum bæði í Katar og í Póllandi. Það hefur bara þjappað mönnum saman að láta ekki svona gerast aftur," sagði Guðmundur. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Maður er bara svo ofboðslega stoltur, glaður og hrærður. Það eru þannig tilfinnigar. Að ná þessu aftur með landslið er meiriháttar. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Guðmundur sem fór með Ísland í úrslit á ÓL í Peking 2008. Þetta er þriðja stórmót hans með danska landsliðið en í fyrsta sinn sem hann kemur liðinu í leiki um verðlaun. „Það hefur oft verið á brattann að sækja fyrir mig þarna en ég hef haldið einbeitingu minni og einbeitt mér að verkefninu alla tíð. Að vinna faglega og vel fyrir þetta lið. Þannig hef ég gert þetta," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira