Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 20:55 Guðmundur fagnar í leikslok. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. Guðmundur gat að sjálfsögðu ekki verið glaðari þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendinguna þar sem hann sá sína stráka fá gullið um hálsinn. „Þetta var rosalegt og bara sögulegt. Þessi leikur hjá okkur var stórkostlegur," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn. „Að byrja þetta eins og við gerðum, sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því er að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allaveg útreiknuð áhætta," sagði Guðmundur. Hann var að stýra liðinu á sínu þriðja stórmóti en kom liðinu nú í fyrsta sinn í leiki um verðlaun eftir að hafa endað í fimmta og sjötta sæti á fyrstu tveimur stórmótunum. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfið, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga," sagði Guðmundur. „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta," sagði Guðmundur. „Það var mikilvægt fyrir mig að trúa á mitt og vera samkvæmur sjálfum mér. Að vera ekki alltaf út og suður af því að það eru einhverjir straumar sem vilja fá þitt eitthvert annað," sagði Guðmundur. Frakkarnir gengu oft á vegg í leiknum og Danir komust mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. „Þeir komust ekki á flug af því að varnarleikurinn okkar var svo sterkur. Við áttum svo svör sóknarlega en auðvitað koma erfiður kafli. Þeir fengu oft ansi mörg tækifæri til að klára sóknirnar sínar," sagði Guðmundur. „Varnarleikur okkar í síðari hálfeik er algjörlega stórkostlegur. Hann er lykillinn en við leysum sóknarleikinn líka vel," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. Guðmundur gat að sjálfsögðu ekki verið glaðari þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendinguna þar sem hann sá sína stráka fá gullið um hálsinn. „Þetta var rosalegt og bara sögulegt. Þessi leikur hjá okkur var stórkostlegur," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn. „Að byrja þetta eins og við gerðum, sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því er að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allaveg útreiknuð áhætta," sagði Guðmundur. Hann var að stýra liðinu á sínu þriðja stórmóti en kom liðinu nú í fyrsta sinn í leiki um verðlaun eftir að hafa endað í fimmta og sjötta sæti á fyrstu tveimur stórmótunum. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfið, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga," sagði Guðmundur. „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta," sagði Guðmundur. „Það var mikilvægt fyrir mig að trúa á mitt og vera samkvæmur sjálfum mér. Að vera ekki alltaf út og suður af því að það eru einhverjir straumar sem vilja fá þitt eitthvert annað," sagði Guðmundur. Frakkarnir gengu oft á vegg í leiknum og Danir komust mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. „Þeir komust ekki á flug af því að varnarleikurinn okkar var svo sterkur. Við áttum svo svör sóknarlega en auðvitað koma erfiður kafli. Þeir fengu oft ansi mörg tækifæri til að klára sóknirnar sínar," sagði Guðmundur. „Varnarleikur okkar í síðari hálfeik er algjörlega stórkostlegur. Hann er lykillinn en við leysum sóknarleikinn líka vel," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24
Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23
Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19