Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 21. ágúst 2016 22:20 Ejub og félagar náðu í sitt fyrsta stig síðan 10. júlí. vísir/eyþór Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann