Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍBV 2-1 | Tufa tryggði sigurinn í lokin Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2016 21:00 Vísir/Anton Víkingur vann góðan sigur á ÍBV í 16.umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í kvöld. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins og misstu Eyjamenn því af tækifæri að færa sig fjær Fylki í botnbaráttunni. Vladimir Tufegdzig kom Víkingum yfir á 34.mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Simon Smidt eftir fínan undirbúning Arons Bjarnasonar. Síðari hálfleikur var fremur bragðdaufur þó svo að Eyjamenn hafi verið sterkari. Undir lokin náði Tufegdzig að skora sigurmarkið með skalla og tryggja heimamönnum góðan sigur. Lokatölur 2-1.Af hverju vann Víkingur?Víkingar nýttu sér einbeitingarleysi ÍBV í varnarleiknum þegar þeir skoruðu mörkin. ÍBV hafði spilað vel í leiknum og verið sterkari aðilinn þar til heimamenn tryggðu sér sigur. Eyjamenn fóru hins vegar illa að ráði sínu á síðasta þriðjungi vallarins og nýttu ekki þær stöður sem þeir komu sér í. Víkingar hafa oft leikið betur en í kvöld en það skiptir ekki máli. Þeir spiluðu auðvitað betur en í afhroðinu gegn Val en voru oft á tíðum að missa boltann á hættulegum stöðum í kvöld og buðu hættunni heim. Eyjamenn fóru illa með færin og það vantaði smá brodd í sóknarleikinn hjá þeim. Það var mikilvægt fyrir Víkinga að koma til baka eftir Valsleikinn og sigurinn fleytir þeim upp í 6.sæti deildarinnar, að minnta kosti um stundarsakir. Ótrúlegt en satt þá eru þeir aðeins þremur stigum frá 2.sæti deildarinnar, eftir að hafa verið í 8.sæti fyrir leikinn í kvöldHverjir stóðu upp úr?Hjá Víkingum verðum við að taka Vladimir Tufegdzig út. Hann hefur eflaust spilað betur en skoraði mörkin sem tryggðu Víkingum sigur. Igor Taskovic kom inn hjá Víkingum í hálfleik og þá komst meira jafnvægi í þeirra leik. Arnþór Ingi var einnig öflugur á miðjunni og átti frábæra stoðsendingu í fyrra marki Víkinga. Hjá Eyjamönnum áttu Simon Smidt og Pablo Punyed ágætan leik og Hafsteinn Briem var traustur í vörninni. Aron Bjarnason var sprækur sömuleiðis og var duglegur að taka menn á, líkt og hann gerði þegar hann lagði upp mark Eyjamanna.Hvað gekk illa?Eyjamönnum gekk illa að reka smiðshöggið á sóknir sínar. Þeir komu sér oft í ágætar stöður en áttu erfitt með að breyta hálffærunum í dauðafæri. Eins og Hafsteinn Briem benti á, þá hefðu Eyjamenn getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en þeim hefur gengið bölvanlega að skora í sumar. Víkingar voru sjálfum sér verstir á köflum. Þeir áttu oft daprar sendingar út úr vörinni og á miðjunni, þar sem boltinn má ekki tapast. Í seinni hálfleik gekk Víkingum illa að skapa sér færi og Tufegdzig skoraði úr öðru af þeim tveimur færum sem þeir fengu þá.Hvað gerist næst?Eyjamenn eiga gríðarlega mikilvægan leik í næstu umferð þegar þeir mæta botnliði Þróttar á heimavelli. Allt annað en sigur í þeim leik væri áfall fyrir þá og Alfreð og Jeffs þurfa að undirbúa sitt lið vel fyrir þá baráttu. Víkingar fara upp á Skaga og mæta þar heimamönnum og ekki síður mikilvægum leik. Með sigri fara Víkingar uppfyrir ÍA og blanda þér þá af alvöru í baráttu um Evrópusæti. Sigurmarkið í kvöld veitir þeim án efa mikið sjálfstraust og þeir munu berjast af hörku fyrir stigunum þremur á Skaganum. Alfreð: Þetta var ekki sanngjarntAlfreð Jóhannsson og Ian Jeffs stjórnuðu liði ÍBV í fyrsta skipti saman í kvöld. Hér má sjá Jeffs í leik með ÍBV.VísirAlfreð Elías Jóhannsson annar af þjálfurum ÍBV var mjög svekktur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. Hann var á því að Eyjamenn hefðu átt meira skilið úr leiknum í kvöld. „Við erum gríðarlega svekktir að fá mark svona seint á okkur í kvöld og ótrúlega sárir. Við lögðum mikið í leikinn og komum vel skipulagðir. Við misstum einbeitingu og þeir refsuðu tvisvar. Allir þeir sem voru hér í kvöld sáu að þetta var ekki sanngjarnt,“ sagði Alfreð að leik loknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Avni Pepa og Sindri Snær Magnússon voru allir á bekk Eyjamanna í kvöld en enginn þeirra kom við sögu. Alfreð sagði Sindra þann eina af þeim sem ætti við meiðsli að stríða. „Þeir eru allir heilir, nema kannski Sindri sem á 2-3 vikur eftir í að geta spilað. Hinir eru klárir. Mér fannst þetta leikur í járnum og við vorum aðeins ofan á. Við látum gömlu hundana kannski spila seinna, það kemur í ljós. Strákarnir sem voru inná og spiluðu hér í kvöld gerðu það mjög vel,“ bætti Alfreð við. ÍBV hefur sogast niður í fallbaráttuna á síðustu vikum og eftir tapið gegn Fylki í síðustu umferð munar aðeins fjórum stigum á liðinu. „Við þurfum að spila svona. Ef við spilum eins og við gerðum í kvöld þurfum við ekki að vera hræddir við eina né neina. Markmiðið er að gera það og kannski setja tvö til þrjú mörk, þá er þetta komið,“ sagði Alfreð. Bjarni Jóhannsson hætti sem þjálfari ÍBV liðsins um helgina og kom það mörgum í opna skjöldu. Blaðamanni lá forvitni á að vita hvað Alfreð hefði að segja um það mál. „Ég vil ekkert tjá mig um það,“ sagði hann stutt og skorinort. Milos: Þegar þú leggur þig fram færðu eitthvað til bakaMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/antonMilos Milojevic þjálfari Víkinga var ánægður með það hvernig hans menn brugðust við eftir stórtapið gegn Val í síðustu viku. Hann var auðvitað sáttur með sigurinn gegn ÍBV í kvöld. „Ég gerði ekki mikið. Strákarnir gerðu ákveðna hluti betur en í leiknum á móti Val. 2-3 dagar á milli leikja er ekki mikinn tíma til að breyta miklu. Það er væntanlega vinna síðan í vetur sem er að skila sér en ég bað þá um að gera grunnvinnuna aðeins betur og svara fyrir Valsleikinn,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leik. „Það er erfitt að koma til baka eftir svona skell. Þegar við skorum þá skora þeir strax aftur sem er í rauninni eins og kjaftshögg. Þetta herðir menn og þroskar liðið og ég var virkilega ánægður. En hvað varðar sjálfan leikinn þá vorum við ekki með neina yfirburði. Einfaldir hlutir virkuðu ekki vel og við vorum hægir með boltann. Eyjamenn voru sprækir og börðust mjög vel, það er þeirra styrkleiki,“ bætti Milos við. Milos sagði sína menn virkilega hafa viljað bæta fyrir leikinn gegn Val og sagði það útskýra mistök sem urðu, en hans menn töpuðu boltanum oft á tíðum á hættulegum stöðum sem Eyjamenn náðu ekki að nýta sér nógu vel. „Þegar menn vilja mikið bæta það sem gekk ekki vel síðast þá helst skipulagið ekki alveg. Við vorum heppnir í nokkur skipti að fá ekki refsingu. En það er oft þannig að þegar þú leggur þig 100% fram þá færðu eitthvað til baka. Við fengum fínt mark í lokin í dag og það dugði til að vinna leikinn,“ sagði Milos að lokum. Hafsteinn: Lá ekki í loftinu að Bjarni skyldi hættaHafsteinn Briem, fyrirliði ÍBV.vísir/stefánHafsteinn Briem fyrirliði ÍBV var niðurlútur eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði það hafa komið á óvart þegar Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins hætti um helgina. „Mér fannst það ekki liggja í loftinu þegar við fengum fréttirnar af þessu. Þetta var smá skellur en við tókum leikmannafund og ákváðum að þjappa okkur saman og treysta á það sem Jeffs og Alfreð ætla að koma með. Mér fannst við sýna það að við værum vel undirbúnir og við þurfum ekki að kvíða næstu leikjum,“ sagði Hafsteinn í samtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins en fram að því höfðu Eyjamenn leikið ágætlega og verið sterkari aðilinn ef eitthvað var. „Við settum helling í þennan leik, lögðum hann vel upp og spiluðum vel. Það eru í raun tvö atvik þar sem kemur smá einbeitingarleysi í liðinu. Við fáum á okkur þessi mörk og það er grátlegt því mér fannst frammistaðan nokkuð góð hjá okkur.“ „Dekkingin klikkar í seinna markinu og við féllum alltof langt niður með línuna þegar sendingin kemur. Þá er erfitt fyrir markmanninn að reikna þetta út. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en ég á mjög erfitt með að kyngja þessu,“ bætti Hafsteinn við. ÍBV er í harðri fallbaráttu og aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem tapaði einnig í kvöld. Næst eiga Eyjamenn leik gegn Þrótturum og þar þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda. „Við þurfum að fara að nýta færin okkar. Við fáum helling af færum og að mínu mati eigum við að vera búnir að drepa hann fyrir löngu. Það eru þessi sekúndubrot í varnarleiknum sem eru að skila þessum mörkum og það er alls ekki nógu gott,“ sagði Hafsteinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Víkingur vann góðan sigur á ÍBV í 16.umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í kvöld. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins og misstu Eyjamenn því af tækifæri að færa sig fjær Fylki í botnbaráttunni. Vladimir Tufegdzig kom Víkingum yfir á 34.mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Simon Smidt eftir fínan undirbúning Arons Bjarnasonar. Síðari hálfleikur var fremur bragðdaufur þó svo að Eyjamenn hafi verið sterkari. Undir lokin náði Tufegdzig að skora sigurmarkið með skalla og tryggja heimamönnum góðan sigur. Lokatölur 2-1.Af hverju vann Víkingur?Víkingar nýttu sér einbeitingarleysi ÍBV í varnarleiknum þegar þeir skoruðu mörkin. ÍBV hafði spilað vel í leiknum og verið sterkari aðilinn þar til heimamenn tryggðu sér sigur. Eyjamenn fóru hins vegar illa að ráði sínu á síðasta þriðjungi vallarins og nýttu ekki þær stöður sem þeir komu sér í. Víkingar hafa oft leikið betur en í kvöld en það skiptir ekki máli. Þeir spiluðu auðvitað betur en í afhroðinu gegn Val en voru oft á tíðum að missa boltann á hættulegum stöðum í kvöld og buðu hættunni heim. Eyjamenn fóru illa með færin og það vantaði smá brodd í sóknarleikinn hjá þeim. Það var mikilvægt fyrir Víkinga að koma til baka eftir Valsleikinn og sigurinn fleytir þeim upp í 6.sæti deildarinnar, að minnta kosti um stundarsakir. Ótrúlegt en satt þá eru þeir aðeins þremur stigum frá 2.sæti deildarinnar, eftir að hafa verið í 8.sæti fyrir leikinn í kvöldHverjir stóðu upp úr?Hjá Víkingum verðum við að taka Vladimir Tufegdzig út. Hann hefur eflaust spilað betur en skoraði mörkin sem tryggðu Víkingum sigur. Igor Taskovic kom inn hjá Víkingum í hálfleik og þá komst meira jafnvægi í þeirra leik. Arnþór Ingi var einnig öflugur á miðjunni og átti frábæra stoðsendingu í fyrra marki Víkinga. Hjá Eyjamönnum áttu Simon Smidt og Pablo Punyed ágætan leik og Hafsteinn Briem var traustur í vörninni. Aron Bjarnason var sprækur sömuleiðis og var duglegur að taka menn á, líkt og hann gerði þegar hann lagði upp mark Eyjamanna.Hvað gekk illa?Eyjamönnum gekk illa að reka smiðshöggið á sóknir sínar. Þeir komu sér oft í ágætar stöður en áttu erfitt með að breyta hálffærunum í dauðafæri. Eins og Hafsteinn Briem benti á, þá hefðu Eyjamenn getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en þeim hefur gengið bölvanlega að skora í sumar. Víkingar voru sjálfum sér verstir á köflum. Þeir áttu oft daprar sendingar út úr vörinni og á miðjunni, þar sem boltinn má ekki tapast. Í seinni hálfleik gekk Víkingum illa að skapa sér færi og Tufegdzig skoraði úr öðru af þeim tveimur færum sem þeir fengu þá.Hvað gerist næst?Eyjamenn eiga gríðarlega mikilvægan leik í næstu umferð þegar þeir mæta botnliði Þróttar á heimavelli. Allt annað en sigur í þeim leik væri áfall fyrir þá og Alfreð og Jeffs þurfa að undirbúa sitt lið vel fyrir þá baráttu. Víkingar fara upp á Skaga og mæta þar heimamönnum og ekki síður mikilvægum leik. Með sigri fara Víkingar uppfyrir ÍA og blanda þér þá af alvöru í baráttu um Evrópusæti. Sigurmarkið í kvöld veitir þeim án efa mikið sjálfstraust og þeir munu berjast af hörku fyrir stigunum þremur á Skaganum. Alfreð: Þetta var ekki sanngjarntAlfreð Jóhannsson og Ian Jeffs stjórnuðu liði ÍBV í fyrsta skipti saman í kvöld. Hér má sjá Jeffs í leik með ÍBV.VísirAlfreð Elías Jóhannsson annar af þjálfurum ÍBV var mjög svekktur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. Hann var á því að Eyjamenn hefðu átt meira skilið úr leiknum í kvöld. „Við erum gríðarlega svekktir að fá mark svona seint á okkur í kvöld og ótrúlega sárir. Við lögðum mikið í leikinn og komum vel skipulagðir. Við misstum einbeitingu og þeir refsuðu tvisvar. Allir þeir sem voru hér í kvöld sáu að þetta var ekki sanngjarnt,“ sagði Alfreð að leik loknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Avni Pepa og Sindri Snær Magnússon voru allir á bekk Eyjamanna í kvöld en enginn þeirra kom við sögu. Alfreð sagði Sindra þann eina af þeim sem ætti við meiðsli að stríða. „Þeir eru allir heilir, nema kannski Sindri sem á 2-3 vikur eftir í að geta spilað. Hinir eru klárir. Mér fannst þetta leikur í járnum og við vorum aðeins ofan á. Við látum gömlu hundana kannski spila seinna, það kemur í ljós. Strákarnir sem voru inná og spiluðu hér í kvöld gerðu það mjög vel,“ bætti Alfreð við. ÍBV hefur sogast niður í fallbaráttuna á síðustu vikum og eftir tapið gegn Fylki í síðustu umferð munar aðeins fjórum stigum á liðinu. „Við þurfum að spila svona. Ef við spilum eins og við gerðum í kvöld þurfum við ekki að vera hræddir við eina né neina. Markmiðið er að gera það og kannski setja tvö til þrjú mörk, þá er þetta komið,“ sagði Alfreð. Bjarni Jóhannsson hætti sem þjálfari ÍBV liðsins um helgina og kom það mörgum í opna skjöldu. Blaðamanni lá forvitni á að vita hvað Alfreð hefði að segja um það mál. „Ég vil ekkert tjá mig um það,“ sagði hann stutt og skorinort. Milos: Þegar þú leggur þig fram færðu eitthvað til bakaMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/antonMilos Milojevic þjálfari Víkinga var ánægður með það hvernig hans menn brugðust við eftir stórtapið gegn Val í síðustu viku. Hann var auðvitað sáttur með sigurinn gegn ÍBV í kvöld. „Ég gerði ekki mikið. Strákarnir gerðu ákveðna hluti betur en í leiknum á móti Val. 2-3 dagar á milli leikja er ekki mikinn tíma til að breyta miklu. Það er væntanlega vinna síðan í vetur sem er að skila sér en ég bað þá um að gera grunnvinnuna aðeins betur og svara fyrir Valsleikinn,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leik. „Það er erfitt að koma til baka eftir svona skell. Þegar við skorum þá skora þeir strax aftur sem er í rauninni eins og kjaftshögg. Þetta herðir menn og þroskar liðið og ég var virkilega ánægður. En hvað varðar sjálfan leikinn þá vorum við ekki með neina yfirburði. Einfaldir hlutir virkuðu ekki vel og við vorum hægir með boltann. Eyjamenn voru sprækir og börðust mjög vel, það er þeirra styrkleiki,“ bætti Milos við. Milos sagði sína menn virkilega hafa viljað bæta fyrir leikinn gegn Val og sagði það útskýra mistök sem urðu, en hans menn töpuðu boltanum oft á tíðum á hættulegum stöðum sem Eyjamenn náðu ekki að nýta sér nógu vel. „Þegar menn vilja mikið bæta það sem gekk ekki vel síðast þá helst skipulagið ekki alveg. Við vorum heppnir í nokkur skipti að fá ekki refsingu. En það er oft þannig að þegar þú leggur þig 100% fram þá færðu eitthvað til baka. Við fengum fínt mark í lokin í dag og það dugði til að vinna leikinn,“ sagði Milos að lokum. Hafsteinn: Lá ekki í loftinu að Bjarni skyldi hættaHafsteinn Briem, fyrirliði ÍBV.vísir/stefánHafsteinn Briem fyrirliði ÍBV var niðurlútur eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði það hafa komið á óvart þegar Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins hætti um helgina. „Mér fannst það ekki liggja í loftinu þegar við fengum fréttirnar af þessu. Þetta var smá skellur en við tókum leikmannafund og ákváðum að þjappa okkur saman og treysta á það sem Jeffs og Alfreð ætla að koma með. Mér fannst við sýna það að við værum vel undirbúnir og við þurfum ekki að kvíða næstu leikjum,“ sagði Hafsteinn í samtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins en fram að því höfðu Eyjamenn leikið ágætlega og verið sterkari aðilinn ef eitthvað var. „Við settum helling í þennan leik, lögðum hann vel upp og spiluðum vel. Það eru í raun tvö atvik þar sem kemur smá einbeitingarleysi í liðinu. Við fáum á okkur þessi mörk og það er grátlegt því mér fannst frammistaðan nokkuð góð hjá okkur.“ „Dekkingin klikkar í seinna markinu og við féllum alltof langt niður með línuna þegar sendingin kemur. Þá er erfitt fyrir markmanninn að reikna þetta út. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en ég á mjög erfitt með að kyngja þessu,“ bætti Hafsteinn við. ÍBV er í harðri fallbaráttu og aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem tapaði einnig í kvöld. Næst eiga Eyjamenn leik gegn Þrótturum og þar þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda. „Við þurfum að fara að nýta færin okkar. Við fáum helling af færum og að mínu mati eigum við að vera búnir að drepa hann fyrir löngu. Það eru þessi sekúndubrot í varnarleiknum sem eru að skila þessum mörkum og það er alls ekki nógu gott,“ sagði Hafsteinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira