Innlent

Flugeldasýning Menningarnætur kostaði 3,25 milljónir

Birta Svavarsdóttir skrifar
Flugeldasýning Menningarnætur í ár var 30% ódýrari en sýning seinasta árs. Myndin er frá árinu 2011.
Flugeldasýning Menningarnætur í ár var 30% ódýrari en sýning seinasta árs. Myndin er frá árinu 2011. vísir/vilhelm
Flugeldasýning Menningarnætur síðastliðið laugardagskvöld kostaði 3,25 milljónir með öllu. Var sýningin 30% ódýrari en sýning síðasta árs. Hjálparsveit skáta í Reykjavík sá um framkvæmd og skipulagningu sýningarinnar, sem var hin glæsilegasta, en flugeldasýning Menningarnætur er mikilvægur liður í fjáröflun þeirra.

„Við höfum nær eingöngu heyrt jákvæðar raddir og fengið góð viðbrögð. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur séð um að skjóta upp flugeldum í næstum tuttugu ár á Menningarnótt og eru algjörir listamenn í slíkum sýningum. Það er skotið upp samkvæmt ákveðnu kerfi og þeir setja allt afar skipulega upp fyrir sýningu. Við vorum afar ánægð með hvernig tókst til í ár,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, viðburðastjóri Höfuðborgarstofu, í samtali við Vísi.

Áætlað er að stór hluti þeirra sem komu á Menningarnótt hafi fylgst með sýningunni, en talið er að um 130 þúsund gestir hafi sótt Menningarnótt í ár, sem er aðsóknarmet.


Tengdar fréttir

Eitthvað fyrir alla á Menningarnótt

Menningarsinnar, barnafjölskyldur, þeir sem hafa lítið á milli handanna og þeir sem vilja njóta lífsins í botn geta allir skemmt sér vel á Menningarnótt. Fréttablaðið bjó til fjórar mismunandi leiðir að góðum degi í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×