Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 08:41 Vísir/AFP Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00