Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2016 14:45 Tyrkneskir skriðdrekar á leið til Jarablus. Vísir/Getty Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14
Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56
Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41