PKK hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda í þessum hluta landsins í um þrjá áratugi. Flokkurinn hefur ítrekað beint árásum sínum að tyrkneskum öryggissveitum, allt frá því að vopnahlé fór út um þúfur í júlí 2015.
Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Rúmlega 40 þúsund manns hafa látið lífið í frelsisbaráttu PKK síðustu 30 ár og þar af lang mest Kúrdar.
Óttast velgengni Kúrda
Tyrkir réðust inn í Sýrland í fyrrdag til þess að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda (YPG) með landamærum Sýrlands og Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og segja þau tengd PKK. Óttast er að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti ýtt undir baráttu Kúrda í Tyrklandi.
Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja
Tyrkir eiga einnig í bardögum við vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi þar sem þeir styðja við bakið á uppreisnarhópum. ISIS hafa gert fjölmargar og mannskæðar árásir í Tyrklandi á síðastlinum árum.