Segir skjótan endi ekki í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 15:00 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira