Stöðvar KR Valssóknina? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2016 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum. vísir/stefán Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira