Fyrsta dauðsfall Tyrkja í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2016 22:43 Tyrkneskir hermenn nærri Jarablus. Vísir/AFP Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru. Mið-Austurlönd Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru.
Mið-Austurlönd Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira