Segja Trump fáfróðan og hættulegan Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, í ræðustól á mánudag. nordicphotos/AFP Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans. Donald Trump Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans.
Donald Trump Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira