Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:03 Donald Trump á kosningafundi í vikunni. vísir/epa Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent