Hætt með Loga og sinnir nú sólóferli Guðrún Ansnes skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Karin á án nokkurs vafa eftir að láta til sín taka í vetur og þegar komin í samstarf við Sxsxsx. Vísir/Hanna „Við vorum að gefa út fjögurra laga EP plötu, allt lög sem ég gerði með Loga Pedro, og við höfum verið að spila á tónleikum. Okkur fannst við verða að gefa þetta út svo við létum af því verða. En nú erum við hætt að vinna saman,“ segir tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, eða Young Karin, sem er að vakna upp eftir dálítinn dvala. Eftir ansi farsælt samstarf við Loga, sem er allt í öllu í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, hyggst Karin róa á ný mið. „Við fórum strax að vinna saman eftir að ég tók þátt í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, 2013. Við tókum alveg eitt og hálft ár í að vinna saman í tónlistinni. Logi hefur hjálpað mér mjög mikið, og bróðir minn líka heilmikið,“ segir Karin, en rapparinn Emmsjé Gauti er einmitt stóri bróðir hennar. Spurð um hvort hún sjái fyrir sér að vinna með honum, segir hún létt í bragði það auðvitað hafa komið til tals, þó ekkert hafi raunverulega gerst í þeim efnum enn sem komið er. Karin er nýorðin tvítug en hefur verið viðloðandi bransann undanfarin þrjú ár eins og áður segir. Hún segir mikið hafa breyst á ekki lengri tíma og er vel í stakk búin fyrir komandi sólóferil. „Ég er búin að læra mikið, ég fór inn í þetta allt saman vitandi ekkert um þennan heim og hef fengið góðan tíma til að finna út hvað ég vil og hvernig tónlist ég vil vinna. Mig langaði til að fara að semja meira sjálf, ég hef ekki gert það með Loga. Mér finnst gaman að syngja, auðvitað, en nú kemur meira frá mér,“ útskýrir Karin. Hún segir fyrsta kast væntanlegt í lok sumars, en það hefur hún undirbúið með þeim Helga Sæmundi, úr Úlfi Úlfi, og Birni Vali Pálssyni, en þeir skipa saman hljómsveitina Sxsxsx. „Þetta er í raun allt önnur tónlist en við Logi höfum verið að vinna. Svipaður stíll kannski en samt allt öðruvísi. Samvinnan hefur gengið mega vel og við sjáum fyrir okkur að gera saman nokkur lög,“ segir hún, auðheyrilega spennt og undirstrikar að hún ætli ekki að festa sig neitt, heldur njóta þess að vinna með hinum ýmsu tónlistarmönnum á næstunni. „Annars er þetta allt saman eitt stórt spurningarmerki hjá mér, ég veit ekki hvað kemur í kjölfarið. En ég er ofboðslega spennt fyrir komandi tímum,“ segir hún hógvær að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Við vorum að gefa út fjögurra laga EP plötu, allt lög sem ég gerði með Loga Pedro, og við höfum verið að spila á tónleikum. Okkur fannst við verða að gefa þetta út svo við létum af því verða. En nú erum við hætt að vinna saman,“ segir tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, eða Young Karin, sem er að vakna upp eftir dálítinn dvala. Eftir ansi farsælt samstarf við Loga, sem er allt í öllu í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, hyggst Karin róa á ný mið. „Við fórum strax að vinna saman eftir að ég tók þátt í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, 2013. Við tókum alveg eitt og hálft ár í að vinna saman í tónlistinni. Logi hefur hjálpað mér mjög mikið, og bróðir minn líka heilmikið,“ segir Karin, en rapparinn Emmsjé Gauti er einmitt stóri bróðir hennar. Spurð um hvort hún sjái fyrir sér að vinna með honum, segir hún létt í bragði það auðvitað hafa komið til tals, þó ekkert hafi raunverulega gerst í þeim efnum enn sem komið er. Karin er nýorðin tvítug en hefur verið viðloðandi bransann undanfarin þrjú ár eins og áður segir. Hún segir mikið hafa breyst á ekki lengri tíma og er vel í stakk búin fyrir komandi sólóferil. „Ég er búin að læra mikið, ég fór inn í þetta allt saman vitandi ekkert um þennan heim og hef fengið góðan tíma til að finna út hvað ég vil og hvernig tónlist ég vil vinna. Mig langaði til að fara að semja meira sjálf, ég hef ekki gert það með Loga. Mér finnst gaman að syngja, auðvitað, en nú kemur meira frá mér,“ útskýrir Karin. Hún segir fyrsta kast væntanlegt í lok sumars, en það hefur hún undirbúið með þeim Helga Sæmundi, úr Úlfi Úlfi, og Birni Vali Pálssyni, en þeir skipa saman hljómsveitina Sxsxsx. „Þetta er í raun allt önnur tónlist en við Logi höfum verið að vinna. Svipaður stíll kannski en samt allt öðruvísi. Samvinnan hefur gengið mega vel og við sjáum fyrir okkur að gera saman nokkur lög,“ segir hún, auðheyrilega spennt og undirstrikar að hún ætli ekki að festa sig neitt, heldur njóta þess að vinna með hinum ýmsu tónlistarmönnum á næstunni. „Annars er þetta allt saman eitt stórt spurningarmerki hjá mér, ég veit ekki hvað kemur í kjölfarið. En ég er ofboðslega spennt fyrir komandi tímum,“ segir hún hógvær að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira