Snerting að hætti Dimitars Berbatov Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2016 06:00 Sigurður Egill nýbúinn að leika á Derby Carillo og býr sig undir að renna boltanum í autt markið. mynd/hafliði breiðfjörð Sigurður Egill Lárusson gleymir bikarúrslitaleiknum 2016 eflaust ekki í bráð en hann skoraði bæði mörk Vals í öruggum 2-0 sigri. Valsmenn, sem áttu titil að verja, mættu Eyjamönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn og kláruðu leikinn á fyrstu 20 mínútunum. Eyjamenn réðu ekkert við vel útfærða pressu Valsmanna og vörn ÍBV átti í stökustu vandræðum með hreyfanlega sóknarmenn Vals. „Við byrjuðum leikinn mjög vel og það var gott að fá markið svona snemma. Það minnkaði skrekkinn í liðinu og svo höfðum við kannski reynsluna fram yfir ÍBV,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Val yfir strax á 8. mínútu þegar hann tók boltann skemmtilega með sér fram hjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV, lék á markvörðinn Derby Carillo og renndi svo boltanum í autt markið. „Þetta var svolítið skemmtileg snerting,“ sagði Sigurður sem hefur verið duglegur að æfa hreyfingar sem þessar. „Við förum alltaf fyrir æfingar og sendum langar sendingar og æfum svona „Berbatov touch“, að drepa boltann. Það er greinilega að skila sér,“ sagði Sigurður og bætti því við að hann væri nú sennilega aðeins sneggri en Búlgarinn eitursvali.Sigurður Egill kyssir bikarinn.mynd/hafliði breiðfjörðSeinna mark Sigurðar kom eftir 20 mínútna leik og var sömuleiðis í laglegri kantinum. Sigurður rak þá smiðshöggið á góða sókn Valsmanna sem voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. „Þetta var ótrúlega flott sókn og það eru fá lið sem eiga möguleika gegn okkur þegar við eigum góðan dag,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst ánægður með að Valsmönnum hefði tekist að klára leikinn, nokkuð sem hefur stundum vantað í sumar. „Við höfum nokkrum sinnum verið 2-1 yfir í sumar en fengið á okkur jöfnunarmark, þannig að við ætluðum bara að vera þéttir til baka. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti seinni hálfleikurinn en við vorum agaðir og ætluðum að halda þetta út,“ sagði Sigurður. Valur varð sem áður sagði bikarmeistari í fyrra eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik. Þá gáfu Valsmenn hins vegar hressilega eftir og náðu aðeins í níu stig í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Sigurður segir að Valsmenn ætli ekki að láta það koma fyrir aftur. „Það er alveg klárt. Við ætlum klárlega að gera betur og enda eins ofarlega og hægt er,“ sagði Sigurður en Valur situr í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingi R., uppeldisfélagi Sigurðar. Sigurður verður samningslaus eftir tímabilið og það er því óhætt að segja að hann hafi styrkt samningsstöðu sína með mörkunum tveimur í bikarúrslitaleiknum. Hann ætlar að halda öllum möguleikum opnum og segir að draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. „Ég skoða bara allt eftir tímabilið og hvað er í boði,“ sagði Sigurður. „Mig langar og ég hef metnað til að komast út. Ég vinn að því og hef lagt aukalega á mig, sérstaklega síðustu tvö ár, og mér finnst það vera að skila sér.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson gleymir bikarúrslitaleiknum 2016 eflaust ekki í bráð en hann skoraði bæði mörk Vals í öruggum 2-0 sigri. Valsmenn, sem áttu titil að verja, mættu Eyjamönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn og kláruðu leikinn á fyrstu 20 mínútunum. Eyjamenn réðu ekkert við vel útfærða pressu Valsmanna og vörn ÍBV átti í stökustu vandræðum með hreyfanlega sóknarmenn Vals. „Við byrjuðum leikinn mjög vel og það var gott að fá markið svona snemma. Það minnkaði skrekkinn í liðinu og svo höfðum við kannski reynsluna fram yfir ÍBV,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Val yfir strax á 8. mínútu þegar hann tók boltann skemmtilega með sér fram hjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV, lék á markvörðinn Derby Carillo og renndi svo boltanum í autt markið. „Þetta var svolítið skemmtileg snerting,“ sagði Sigurður sem hefur verið duglegur að æfa hreyfingar sem þessar. „Við förum alltaf fyrir æfingar og sendum langar sendingar og æfum svona „Berbatov touch“, að drepa boltann. Það er greinilega að skila sér,“ sagði Sigurður og bætti því við að hann væri nú sennilega aðeins sneggri en Búlgarinn eitursvali.Sigurður Egill kyssir bikarinn.mynd/hafliði breiðfjörðSeinna mark Sigurðar kom eftir 20 mínútna leik og var sömuleiðis í laglegri kantinum. Sigurður rak þá smiðshöggið á góða sókn Valsmanna sem voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. „Þetta var ótrúlega flott sókn og það eru fá lið sem eiga möguleika gegn okkur þegar við eigum góðan dag,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst ánægður með að Valsmönnum hefði tekist að klára leikinn, nokkuð sem hefur stundum vantað í sumar. „Við höfum nokkrum sinnum verið 2-1 yfir í sumar en fengið á okkur jöfnunarmark, þannig að við ætluðum bara að vera þéttir til baka. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti seinni hálfleikurinn en við vorum agaðir og ætluðum að halda þetta út,“ sagði Sigurður. Valur varð sem áður sagði bikarmeistari í fyrra eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik. Þá gáfu Valsmenn hins vegar hressilega eftir og náðu aðeins í níu stig í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Sigurður segir að Valsmenn ætli ekki að láta það koma fyrir aftur. „Það er alveg klárt. Við ætlum klárlega að gera betur og enda eins ofarlega og hægt er,“ sagði Sigurður en Valur situr í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingi R., uppeldisfélagi Sigurðar. Sigurður verður samningslaus eftir tímabilið og það er því óhætt að segja að hann hafi styrkt samningsstöðu sína með mörkunum tveimur í bikarúrslitaleiknum. Hann ætlar að halda öllum möguleikum opnum og segir að draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. „Ég skoða bara allt eftir tímabilið og hvað er í boði,“ sagði Sigurður. „Mig langar og ég hef metnað til að komast út. Ég vinn að því og hef lagt aukalega á mig, sérstaklega síðustu tvö ár, og mér finnst það vera að skila sér.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann