Toppslagur í Grafarvoginum | Stórleikur í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Úr fyrri leik FH og Fjölnis sem Fimleikafélagið vann 2-0. vísir/anton Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira