Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær. F Vísir/Stefán „Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
„Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira