Ekki sátt um afnám verðtryggingar Snærós Sindradóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu frumvörpin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. vísir/gva „Þetta er eins langt og hægt er að komast í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stundum verður maður að miðla málum,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um nýtt frumvarp um verðtryggingu sem kynnt var í gær. Samhliða var kynnt frumvarp um nýtingu séreignalífeyrissparnaðar við kaup á fyrstu íbúð, verkefni sem ber heitið Fyrsta fasteign. Verðtryggingarfrumvarpið miðar að því að banna verðtryggð lán, lengri en 25 ár, nema í undantekningartilfellum. Undanþágur verða veittar ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli. Í kosningabæklingi Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að Framsóknarflokkurinn vilji „afnema verðtryggingu á neytendalánum.“ Ljóst er að frumvarpið sem kynnt var í gær nær ekki því markmiði. „Ég hef skrifað um kosti þess og galla að banna verðtryggingu á nýjum lánum. Það hefði verið það sem ég hefði kosið. En þetta er málamiðlun tveggja flokka þar sem annar flokkurinn er ekki sammála mér,“ segir Frosti. Þingið mun taka við málinu og Frosti væntir þess að fá frumvarpið inn í sína nefnd. Þar verði kallað eftir umsögnum um það og nefndin taki sér góðan tíma til að fara yfir málið.Sigríður Ingibjörg IngadóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar í janúar á þessu ári. Í frumvarpinu var lagt upp með að banna nýjar verðtryggðar lánveitingar. „Framsóknarflokkurinn er núna búinn að lúffa. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið ofan á. Það sem liggur fyrir er að það er ekki verið að efna kosningaloforð um afnám verðtryggingar en það er verið að reyna að lina vaxtaokrið sem fylgir íslensku krónunni.“Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir frumvarpið áfangasigur og lítur svo á að það sé fyrsta skrefið af mörgum í afnámi verðtryggingar. „Það er hins vegar þannig að það er búið að flýta kosningum. En við leggjum mikla áherslu að klára þessi mál.“Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samkvæmt frumvarpinu geti nokkuð stórir hópar enn tekið verðtryggð lán. „Það er frekar millitekjuhópurinn og upp úr sem hefur skert aðgengi að slíkum lánum. Samspil þess og aftur möguleikarnir til að nýta séreignarsparnað til að greiða óverðtryggð lán getur hvatt til frekari töku óverðtryggðra lána sem er af hinu góða.“ „En auðvitað er grunnvandinn alltaf hátt vaxtastig okkar en ekki verðtryggingin sem slík,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nægur tími verði tekinn til að ráðast í það sem hann kallar umfangsmiklar kerfisbreytingar. Mat verði lagt á áhrif frumvarpanna og ekki verði of mikill flýtir hafður á afgreiðslu þeirra. Hvaða þýðingu hafa frumvörpin? Húsnæðisfrumvarpið framlengir rétt fólks til að nýta séreignarlífeyrissparnaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa um tíu ár. Að hámarki má nýta 500 þúsund krónur á ári í úrræðið svo í besta falli getur einstaklingur safnað fimm milljón krónum á tímabilinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár leiðir standi fólki til boða. 1) Skattfrjáls séreignarsparnaður safnist upp á tíu árum sem hluti í útborgun 2) Skattfrjáls séreignarsparnaður greiðist inn á höfuðstól um hver mánaðamót í tíu ár. 3) Blönduð leið þar sem skattfrjáls séreignarsparnaður greiðir niður höfuðstól óverðtryggðs láns og lækkar greiðslubyrði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áhyggjur af því að fullnýting úrræðisins muni hafa áhrif á fjárhagslega stöðu þegar á lífeyrisaldur er komið. „Í eðli sínu ættir þú að vera betur settur og færð verulegt skattahagræði. Þú ert með minni séreign en væntanlega með meiri eign í fasteign. Það má ekki gleyma því að húsnæðiseign landsmanna hefur ekki síður verið uppspretta lífeyris á efri árum.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja ekkert rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
„Þetta er eins langt og hægt er að komast í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stundum verður maður að miðla málum,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um nýtt frumvarp um verðtryggingu sem kynnt var í gær. Samhliða var kynnt frumvarp um nýtingu séreignalífeyrissparnaðar við kaup á fyrstu íbúð, verkefni sem ber heitið Fyrsta fasteign. Verðtryggingarfrumvarpið miðar að því að banna verðtryggð lán, lengri en 25 ár, nema í undantekningartilfellum. Undanþágur verða veittar ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli. Í kosningabæklingi Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að Framsóknarflokkurinn vilji „afnema verðtryggingu á neytendalánum.“ Ljóst er að frumvarpið sem kynnt var í gær nær ekki því markmiði. „Ég hef skrifað um kosti þess og galla að banna verðtryggingu á nýjum lánum. Það hefði verið það sem ég hefði kosið. En þetta er málamiðlun tveggja flokka þar sem annar flokkurinn er ekki sammála mér,“ segir Frosti. Þingið mun taka við málinu og Frosti væntir þess að fá frumvarpið inn í sína nefnd. Þar verði kallað eftir umsögnum um það og nefndin taki sér góðan tíma til að fara yfir málið.Sigríður Ingibjörg IngadóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar í janúar á þessu ári. Í frumvarpinu var lagt upp með að banna nýjar verðtryggðar lánveitingar. „Framsóknarflokkurinn er núna búinn að lúffa. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið ofan á. Það sem liggur fyrir er að það er ekki verið að efna kosningaloforð um afnám verðtryggingar en það er verið að reyna að lina vaxtaokrið sem fylgir íslensku krónunni.“Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir frumvarpið áfangasigur og lítur svo á að það sé fyrsta skrefið af mörgum í afnámi verðtryggingar. „Það er hins vegar þannig að það er búið að flýta kosningum. En við leggjum mikla áherslu að klára þessi mál.“Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samkvæmt frumvarpinu geti nokkuð stórir hópar enn tekið verðtryggð lán. „Það er frekar millitekjuhópurinn og upp úr sem hefur skert aðgengi að slíkum lánum. Samspil þess og aftur möguleikarnir til að nýta séreignarsparnað til að greiða óverðtryggð lán getur hvatt til frekari töku óverðtryggðra lána sem er af hinu góða.“ „En auðvitað er grunnvandinn alltaf hátt vaxtastig okkar en ekki verðtryggingin sem slík,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nægur tími verði tekinn til að ráðast í það sem hann kallar umfangsmiklar kerfisbreytingar. Mat verði lagt á áhrif frumvarpanna og ekki verði of mikill flýtir hafður á afgreiðslu þeirra. Hvaða þýðingu hafa frumvörpin? Húsnæðisfrumvarpið framlengir rétt fólks til að nýta séreignarlífeyrissparnaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa um tíu ár. Að hámarki má nýta 500 þúsund krónur á ári í úrræðið svo í besta falli getur einstaklingur safnað fimm milljón krónum á tímabilinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár leiðir standi fólki til boða. 1) Skattfrjáls séreignarsparnaður safnist upp á tíu árum sem hluti í útborgun 2) Skattfrjáls séreignarsparnaður greiðist inn á höfuðstól um hver mánaðamót í tíu ár. 3) Blönduð leið þar sem skattfrjáls séreignarsparnaður greiðir niður höfuðstól óverðtryggðs láns og lækkar greiðslubyrði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áhyggjur af því að fullnýting úrræðisins muni hafa áhrif á fjárhagslega stöðu þegar á lífeyrisaldur er komið. „Í eðli sínu ættir þú að vera betur settur og færð verulegt skattahagræði. Þú ert með minni séreign en væntanlega með meiri eign í fasteign. Það má ekki gleyma því að húsnæðiseign landsmanna hefur ekki síður verið uppspretta lífeyris á efri árum.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja ekkert rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira